Skýjað

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Skýjað

Post by Porto »

Ég var að setja upp 160 lítra búr fyrir tveimur dögum síðan og setti í það aquatan og nitrivec. Það er svosem ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að búrið er búið að vera skýjað í núna tvo daga (og er nær ekkert að minka), það vara talað um að þetta gæti verið svona í 4-24 tíma eftir nitrivec en ekki tvo daga. Er þetta eðlilegt? eða er ég bara óþolinmóður? endilega koma með komment um þetta og hvernig ég gæti þá unnið á þessu.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Er þetta ekki bara af sandinum? Eða ertu mögulega með rót eða drumb í búrinu?
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Ég skolaði sandi MJÖG vel og það kom enginn litur á vatnið þegar að ég setti það í búrið. Það var ekki fyrr en ég setti Nitrivec í búrið (3-4 klst eftir) sem að búrið varð skýjað og hefur verið það síðan. Ég er ekki með rót í búrinu, bara steina, gerviplöntu, möl í botninum og skeljar.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Settiru nokkuð alla flöskuna í einu? Annars hefðiru betur sleppt þessu miðað við mína reynslu. Mér fannst, og það er staðfest af greinum sem ég hef lesið, að nitrivec og svipaðar vörur geti lengt þann tíma sem búr er að ná fullu jafnvægi. Langbest að fiskarnir sjái bara um að koma þessu í gang. Því þessar bakteríur drepast bara ef þær hafa ekki nóg að bíta og brenna.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég mundi bara mæla með því að gera stór vatnsskipti og gleyma þessu nitrivec og aqutan dóti, þetta er bara peningaplokk.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Porto wrote:Ég skolaði sandi MJÖG vel og það kom enginn litur á vatnið þegar að ég setti það í búrið. Það var ekki fyrr en ég setti Nitrivec í búrið (3-4 klst eftir) sem að búrið varð skýjað og hefur verið það síðan. Ég er ekki með rót í búrinu, bara steina, gerviplöntu, möl í botninum og skeljar.
það er lang fallegast að vera með lifandi plöntur og þær hjálpa líka til :P
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Nei ég gekk nú ekki svo langt að setja alla flöskunna :p, setti meira að segja minna en ég átti að gera samkvæmt leiðbeiningunum (ætlaði bara að prófa þetta, eftir að hafa heyrt góðar reynslusögur frá öðrum). Það er hinsvegar ekkert gaman af skýjuðu búri og sú trú sem ég hefði á Nitrivec er alveg horfin. Geri örugglega bara stór vatnaskipti. Þegar að ég var að byrja þá var ég í miklum vandræðum með að ná stöðugleika í búrið og þá hjálpaði aquatan mér mikið.

Stefnan var sett á lifandi plöntur en eftir að hafa lesið um afrískar síkliður að þær grafi mikið og ættu að til að skemma rætur á lifandi plöntum þá tók ég þá ákvörðun að setja frekar gerviplöntur. Sé til í framtíðinni hvort ég set alvöru ef síkliðurnar láta þær í friði :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Nitrivek á að hjálpa flórunni að komast í gang, myndi leyfa þessu að vera þar sem þetta eru micro bakteríur sem hafa fjölgað sér í svo miklu magni að þær ná að hafa sjáanleg áhrif á vatnið (Hvítt eins og smá mjólk sé í vatninu), eftir viku eiga þær að hafa klárað öll næringarefni í vatninu og drepast síðan sem myndar fæði fyrir "Góðu bakteríurnar"

Þetta hefur engin áhrif á fiskana og er bara til góðs, vatnskipti gera ekkert annað en að skaffa meiri næringarefni
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Porto wrote: Stefnan var sett á lifandi plöntur en eftir að hafa lesið um afrískar síkliður að þær grafi mikið og ættu að til að skemma rætur á lifandi plöntum þá tók ég þá ákvörðun að setja frekar gerviplöntur. Sé til í framtíðinni hvort ég set alvöru ef síkliðurnar láta þær í friði :)
Gætir haft risa vallisneriur og jafnvel anubias. Bara haft vallisneriuna þannig að fiskarnir komast ekki að rótunum, sett steina fyrir þar sem þú gróðursetur hana. Vargurinn var með glæsilegt búr með afríkusíklíðum og hafði fullt af risavallisneriu með, kom virkilega vel út.

getur séð myndir af búrunum hans hérna http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=450&start=0
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Squinchy...Takk fyrir ráðleggingarnar :) leyfi þessu þá bara að vera svona. Var farinn að halda að ég hefði verið að gera eitthvað vitlaust en þetta er þá líklega bara eðlilegt. Þetta er líka byrjað að dofna svolítið finnst mér núna á þriðja degi

Lindared...Já okey vissi það ekki, væri mjög gaman að hafa lifandi plöntu líka það er rétt. En nú hef ég aldrei verið með lifandi plöntu í búri, þarf einhverja sérstaka möl, töflu,bæti vökva eða eitthvað í búrið til að hún dafni?...Annars bara takk fyrir ráðleggingarnar sem voru mjög hjálplegar :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

held að vallisneria dafni við flestar aðstæður. Þarft ekkert sérstaka möl, en það er flottast að hafa ekki of grófa möl. Það sakar ekki að setja bætiefni fyrir plöntur út í vatnið einstaka sinnum. :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Hérna er góð planta í flest búr
festir hana á steina og hún sér um sig sjálf
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/fis ... _grein.htm
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

takk takk
Post Reply