mig vantar smá hjálp hérna... áðan þegar ég kom heim tók ég eftir seiði í fiskabúrinu mínu... ég tók vatn úr fiskabúrinu og setti í stóra glerskál og setti seiðið í. svo fór ég að leita og fann 3 önnur seiði. svo tók ég allt uppúr fiskabúrinu... líka stóru gubby fiskana. og hristi allt skrautið í vatninu. ég tók eftir einu seiði svona næstum því ofan í mölinni sem er á botninum og ég náði að bjarga því. svo fann ég 2 fleiri í mölinni. núna er ég búin að vera að róta í mölinni á fullu og finn ekki neitt. ég veit að sóru fiskarnir gætu alveg verið búnir að éta seiðin en samt.....
vatnið er mjög gruggugt núna og ég er með dæluna gangandi með enga fiska í búrinu til að hreinsa búrið. svo ætla ég að tjekka betur.
ég er með 4 kellingar og einn karl og ég var búin að taka eftir því áður að allavega 2 kellur voru óléttar. ein þeirra var samt greinilega komin lengra en hin. en mér sýnist hún samt ekkert vera mjórri núna.... gravid bletturinn er alveg jafn stór og skýr og það er alveg skær appelsínugullt í kringum hann. mér sýnist hin kellan heldur ekkert hafa breyst.
ef eitthver veit um eitthvað ráð til að finna fleiri seiði þá væru þau vel þegin það er svo erfitt þegar það er möl á botninum :S
og hvað eru gubby kellur oftast lengi að gjóta ? gæti nefninlega verið að kellan sé bara enþá að gjóta....hef samt ekki séð neitt gerast.