160L frumraun með "vott" af overstocking-syndrome

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

160L frumraun með "vott" af overstocking-syndrome

Post by zequel »

Ég er að setja upp 160L búr og ætla að starta því án fiska (fishless cycle) og nota ammóníak úr næstu byggingavöruverslun (ACE 10% ammonia hydroxide á að vera án allra aukaefna). Var búinn að finna slatta af síðum með leiðbeiningum, en leist einna best á þessa http://www.fishlore.com/fishforum/fresh ... cycle.html

Er að spá í eftirfarandi fiskum:
5 x Perlu gúramar (efsta lag)
5 x Boeseamani regnbogar (mið lag)
5 x Trúða bótíur (botn)
2 x Ankistrur (botn)
1 x Eldhali (til að gera allt vitlaust :))

Þetta verða allt 10cm plús fiskar á endanum þótt maður fái þá flesta í kringum 5cm, þannig að maður sér fyrir sér stærra búr í framtíðinni (þegar konan fer að vorkenna mér yfir tíðum vatnsskiptum ;)) Trúðarnir eiga nokkur ár í 10cm múrinn og enn fleiri í 20 :)
Hversu mikið er hægt að beygja 2,5cm á 4-5L regluna? 160L búrið er "metið" á 81cm af fiskum.

Hér er búrið og beðið er eftir að bakgrunnskittið verði þurrt. Á síðan eftir að bæti við rót og grjóti (felustaði). Svo verða náttúrulega plöntur út um allt.
Image

Rótin:
Image

Hér er svo 30L "risa"-búrið sem keypt var í apríl í fyrra og var það skilyrði hjá konunni að ég yrði að halda lífi í því í ár, áður en ég gæti sannfært hana um stærra búr.
Image
Planið er að taka 2 afleggjara af Anubias Nönuni og festa á rótina í nýja búrinu. Á maður ekki bara að skera 3-5 cm rótarafleggjara af þeim enda sem plantan vex í? Rótin er í dag vaxin í Y.

Annars eru allar hugmyndir/athugasemdir vel þegnar.

Kv,
Ingimundur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér líst vel á þetta, held þú þurfir litlar áhyggjur að hafa í fyrstu ef vatnskipti verða tíð og öflugur hreinsibúnaður sé í búrinu.
Regnbogarnir vilja þó sennilega meira pláss eftir nokkra mánuði.
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

þetta lítur allt mjög vel út hjá þér, ég myndi hinsvegar setja skallan úr 30 L yfir í stærra búrið, þetta verður stór fiskur sem þarf mikið pláss :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Flott uppsetning, passaðu bara að ræturnar á anubiasnum séu ekki allar ofaní mölinni, þá getur hann drepist.
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Post by zequel »

Hrafnhildur wrote:þetta lítur allt mjög vel út hjá þér, ég myndi hinsvegar setja skallan úr 30 L yfir í stærra búrið, þetta verður stór fiskur sem þarf mikið pláss :)
Skallinn, sem fékk heitið Scorpio, fær að fara yfir í stærra búrið og síðan kemur annar skalli, harðjaxlinn Dirty Harry, og fær að vera með.

Það voru ákveðin hegðunarvandamál í 30L búrinu þegar Scorpio bættist við, og Dirty Harry var ekki á því að hleypa honum inná sitt litla yfirráða svæði. Scorpio var því orðinn ansi sundurtættur greyið og því fór Dirty Harry í pössun á meðan Scorpio fékk úrvalsfæðu og aðhlynningu.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig samband þeirra verður þegar þeir verða samtímis kynntir fyrir nýjum og stærri heimkynnum, sumsé byrja á sama punkti. Þetta verður einskonar skalla-samfélagsrannsókn. :)
Post Reply