Innanhúss tjörn

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Innanhúss tjörn

Post by Jakob »

Ætla að setja upp innanhúss tjörn á næstunni.
Hugsunin er sú að smíða grind og skella svo dúk ofan í, festa og svo framvegis.
En ég er í smá vandræðum með það hvernig ég á að skrúfa saman botn "rammann" í grindinni.
Mér datt í hug að einhver handlaginn maður gæti sagt mér hvernig ég ætti að gera þetta?

Image
Á myndinni sjáið þið hvernig þetta mætist í horninu, hvernig er þetta fest saman ef það þá þarf yfir höfuð, hér að neðan er mynd af því hvernig grindin verður sett upp nokkurn vegin, en þessi teikning er ekki kláruð, þið sjáið samt hugsunina í þessu væntanlega.
Image
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Af hverju ekki bara vatnsþétta þetta með epoxy að innan? Þá getur þú líka haft nokkra glugga á þessu ef þú vilt.

Ég er því miður ekki maðurinn til að koma með lausnir varðandi að þetta hangi saman, en þú verður að vera duglegur að update-a okkur þegar þetta verkefni fer í gang.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú verður að klæða tjörnina að innan með krossvið áður en þú setur dúkinn.

Dúkurinn er ágætis pæling uppá að hafa þetta einfalt, losnar við höfuðverkinn að þétta samskeyti og rakavandamál sem þú myndir lenda í með epoxy. En dúkurinn gerir það líka allar gluggapælingar erfiðari.

Hvað ertu annars að tala um með "botn"? Er þetta ekki steypugólf? Geturðu ekki bara lagt dúkinn á gólfið, hugsanlega með eitthvað mjúkt undirlag (gamalt teppi t.d.) Svo bara festa grindina saman með vinklum
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jú, ég ætla að klæða þetta að innan með krossvið, upp á dúkinn og líka að utan upp á lúkkið. Jú, það verður steypugólf. Ég nota bara vínkla.
Hvað ættu krossviðsplöturnar að vera þykkar? 1.5cm?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hvað á þetta að vera í L*B*H ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

300x200x70cm
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Krossviðurinn þarf svosem ekkert að vera mega þykkur, en það fer bara eftir því hvað er langt á milli spýtnanna sem halda við hann. Ég myndi halda að 1-1.5cm myndi duga miðað við hvað það er stutt á milli spýtnanna á myndinni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ok, ég hef hann þá 1.2 eða 1.5 bara. better be safe than sorry.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Verður eitthvað sem veitir stuðinin á móti álaginu frá vatninu, ef þú skilur?
Eða verða bara vinklar á bitana og boraðir niður í spýtuna sem fer á gólfið. Ég mundi halda að það þyrfti eitthvað til að styðja nokkuð vel við bitana sem væri þá fest við gólfið að framan til að veita nógu góðan stuðning á móti álaginu frá vatninu.
Skil e.t.v. ekki nógu vel planið hjá þér, væri gaman að sjá nákvæmari teikningar hvernig allar festingar yrðu.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég skal teikna þetta upp fyrir ykkur í sketchup, hef ekki tíma í dag né á morgun væntanlega en skal reyna að gera það á þriðjudag.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

verður þetta í herberginu hjá þér ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Haha, já. Ég fer í Menntaskólann á Akureyri og fæ litla íbúð fyrir sjálfan mig þar, þetta verður þar. :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Verður vonandi ekki of mikil uppgufun af þessu. Ekkert grín að eiga við myglusvepp þegar hann er kominn af stað..
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

True, hendi bara upp viftum og opna glugga ef það verður mikill raki. :P
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ætlarðu að búa þarna þar til skóla líkur ? og vinna þá á Akureyri á sumrin ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þú hefur það rétt. Spurning hvort ég verði ári lengur jafnvel að vinna eða fari beint í háskóla.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Uppgufun gæti orðið svolítið mikið vandamál eins og Henry bendir á. Uppgufunin úr búrinu hjá mér sem er mun minna að flatarmáli (200 * 50cm ca.) er á milli 10 og 15 lítrar á dag. Þú getur þá ýmindað þér hver uppgufunin verðu hjá þér Miðað við yfirborðið gæti hún orðið allt að 6 sinnum meiri, 60-90 lítrar. Þá verður loftið hjá þér orðið nokkuð vel mettað af raka. Hvað er herbergið annars stórt sem þetta á að vera í?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Eina almennilega lausnin við raka í svona innitjörnum er að vera með lok. Vifta dugir líklega ekki og kælir auðvitað mjög mikið, og afrakatæki eru orðin ansi stór og dýr þegar þau þurfa að afkasta svona miklu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hebbi
Posts: 115
Joined: 05 Aug 2009, 18:43
Location: Mosó
Contact:

Post by Hebbi »

fa ser risa eldushaf yfir þetta, hehehehe
this is mine..
20L
30L
páfagaukar, hundar og kettir....
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Alveg spurning hvað það verður mikil uppgufun. Verður sennilega ekki í beinu hlutfalli við búrið þitt, Sven, því hann verður væntanlega ekki með flúrperur yfir þessu. En mér finnst þetta samt varasamt, því of mikill raki getur verið heilsuspillandi.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Skarplega athugað Henry, en annars er ég sammála, það þarf að fara mjög vel yfir þetta plan áður en þú byrjar á því. Ég leyfi mér líka að setja stór spurningamerki við burðarþolið á svona boxi, þrýstingurinn frá vatninu á eftir að verða mikill.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Síkliðan wrote:Haha, já. Ég fer í Menntaskólann á Akureyri og fæ litla íbúð fyrir sjálfan mig þar, þetta verður þar. :-)
Munt þú eiga íbúðina eða einhver sem þú þekkir eða bara leigja? svona uppá ef þetta fer allt úr böndunum og þú endir í sundlaug einn daginn :P Myndi svoleiðis aldrei treysta mér í svona í leiguíbúð þar sem maður á ekki neitt í því og örugglega ekki gaman að feisa leigusalann með alla íbúðina á floti og svo kannski rakaskemmdir vegna uppgufuna :O Myndi hugsa vel um þetta allavega, finnst þetta frekar ótraust miðað við vatnsmagnið sem á að vera í þessu.
200L Green terror búr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Myndi nú bara byrja á því að fá það á hreint hvort gólfið þoli 4 tonn af vatni

Hvernig fiska ætlar þú að hafa í þessu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Spurning með rakann, en ég hafði ekki hugsað mér að vera með ljós yfir þessu nema kannski loftljós. Ég efa að uppgufunin verði 50L á dag.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply