Suga með sýkingu? Dáin

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
reyndeer
Posts: 24
Joined: 22 Mar 2009, 19:25

Suga með sýkingu? Dáin

Post by reyndeer »

Er búinn að vera með sugu í búrinu mínu frá því ég fékk það, og hefur hún verið sú hressasta þangað til núna. Er búinn að taka eftir einskonar hvítu sári í munnviki, sem hefur stækkað verulega, en er hætt að stækka núna. Hef tekið eftir rauðu roði í kringum sárið. Er búinn að setja hana í gegnum Sera Baktopur og Sera Baktopur Direct sameinaðan kúr, hefur ekki hjálpað. Er búinn að leita mér aðstoðar í dýrabúð, ráðlagði mér að setja hana gegnum Tetra FungiStop meðferð, sem hún er búin að vera í í 3 daga og telur. Veit einhver hvað getur verið að?

Myndir af sugu:

http://reyndeer.blogcentral.is/myndasafn/275959/
Last edited by reyndeer on 14 Oct 2009, 19:46, edited 2 times in total.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hækkaðu hitann í svona 28° og saltaðu.
Settu 1-2 matskeiðar í hverja 5-10L af vatni.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
reyndeer
Posts: 24
Joined: 22 Mar 2009, 19:25

Post by reyndeer »

Síkliðan wrote:Hækkaðu hitann í svona 28° og saltaðu.
Settu 1-2 matskeiðar í hverja 5-10L af vatni.
Er það í lagi þó hún sé í Fungistop meðferð?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég veit það ekki, en ég hef aldrei notað nein lyf við fungus, bara salta og hækka hitann og þetta fer fljótt.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

reyndeer wrote:
Síkliðan wrote:Hækkaðu hitann í svona 28° og saltaðu.
Settu 1-2 matskeiðar í hverja 5-10L af vatni.
Er það í lagi þó hún sé í Fungistop meðferð?
Myndi athuga hvort að það dugi ekki, bara muna að hafa lotfdælu í gangi þar sem svona lyf eiga það til að taka súrefnið úr vatninu, sem sé gera það frekar súrefnislaust.

Var með fisk sem var orðinn hálfur fungus :P og þetta læknaði hann, þetta fungistop. Hann var sem sé orðinn mikið loðinn af fungus og veit ekki hvort saltið eitt og sér hefði dugað þar sem fungistop frá Tetru er með allskonar græðandi efni í sér og þessháttar, sem sé gott við sárum líka. En já hann lifði þetta af með hjálp þessa lyfs, þannig að ef þetta er einhversskonar fungus þá ætti þetta að laga það, svona þar sem þú ert búin/n að setja það útí
200L Green terror búr
User avatar
reyndeer
Posts: 24
Joined: 22 Mar 2009, 19:25

Re: Suga með sýkingu?

Post by reyndeer »

reyndeer wrote:Er búinn að vera með sugu í búrinu mínu frá því ég fékk það, og hefur hún verið sú hressasta þangað til núna. Er búinn að taka eftir einskonar hvítu sári í munnviki, sem hefur stækkað verulega, en er hætt að stækka núna. Hef tekið eftir rauðu roði í kringum sárið. Er búinn að setja hana í gegnum Sera Baktopur og Sera Baktopur Direct sameinaðan kúr, hefur ekki hjálpað. Er búinn að leita mér aðstoðar í dýrabúð, ráðlagði mér að setja hana gegnum Tetra FungiStop meðferð, sem hún er búin að vera í í 3 daga og telur. Veit einhver hvað getur verið að?

Myndir af sugu:

http://reyndeer.blogcentral.is/myndasafn/275959/
Sugan er einnig komin með svartan blett á bakið, og virðist sem sýkingin sem var til staðar sé búin að éta upp þann part sem var sýktur :(
Post Reply