Íbúar eru;
Ca 15 cardinálar
3 skalar
3 sem mér skilst nú að séu false sae. (Á ég ekki að losa mig við þá?)
3 ancistrur sem mér finnst stækka lítið.
2 Yoyo botiur
1 zebra danio
1 bolivian ram
1 Aphistogramma Cacatuies
1 sem ég veit ekki hvað er.

Heildarmynd af búrinu, það ber þess etv merki að vera sett upp í flýti, ég hef ekki "endurinnréttað" að ráði þessa ca 18 mán. sem búrið hefur verið uppi, það eru tvær rætur, þessi hægra megin og svo ein lítil f. miðju sem er bak við þykknið.

Þarna er Bol. raminn minn, er þetta ekki kk? þarf að koma mér í það að losa mig við hann, er ekki alveg að falla fyrir þeim, makinn drapst f. nokkrum mánuðum. Sést í eina ancistruna þarna, mér finnst þær stækka hægt, er etv. of latur við grænmetisgjafirnar.

Hér er hinn piparsveinninn, þarf annað hvort að fá mér kerlingu/kerlingar handa honum eða láta hann, hallast að því að láta hann þar sem kerlingar hafa enst illa hjá mér.

Mér finnst þessi planta ekki líta nógu vel út, sjáið hvað blöðin eru götótt, hvernig stendur á þessu? Yfir höfuð er ég ekki alveg nógu kátur með hvernig gróðurinn lítur út.

Önnur gróðurmynd, takið eftir gulleita blænum á anubias og blettaþörungnum, ráð vel þegin.

Getur einhver sagt mér eitthvað um litla fiskinn á plöntunni vinstra megin við skalann, hann var laumufarþegi í pokanum eftir eina verslunarferðina.