hjálp það er eitthvað ógeð í búrinu mínu :/

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
IngerAnna
Posts: 13
Joined: 23 Jun 2009, 21:52

hjálp það er eitthvað ógeð í búrinu mínu :/

Post by IngerAnna »

hæ ég er með 60L fiskabúr og þetta er bara svona litla hobbyið mitt en veit samt ekkert rosalega um fiska.
Síðan að ég fékk mér þetta búr voru fiskar alltaf að deyja hja mer en samt voru aðrir fiskar hja mer alltaf að hrygna svo að eg held að vatnsgæðin geta ekki hafið verið það vond hjá mér. En núna er ég komin með annað vandamál.. það er eitthvað ógeð í búrinu hjá mér.. þetta eru svona eins og glærar litlar doppur sem að eru á glerinu hja mer og á rótinni minni og bara út um allt .. líkist einhverjum sníkjudýrum. veit einhver hvernig ég get losnað við þetta? ég er búin að prufa að taka allt fiskabúrið í gegn ! þrífa það allt og líka dæluna og bara allan pakkann!
Hjálp! þetta er ógeðslegt! :o
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ertu með einhverja stóra sniga? Gætu þetta verið sniglaegg?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

gætu bara verið litlir ramshorn sniglar. Þegar þeir eru pínu litlir þá eru þeir glærir/hvítir, litlar doppur eiginlega, svo stækka þeir og verða brúnir.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
IngerAnna
Posts: 13
Joined: 23 Jun 2009, 21:52

Post by IngerAnna »

nei þetta eru ekki snigla egg .. ég hef áður haft eplasnigla og þeir hafa hrygnt hjá mér svo að ég veit alveg hvernig þeir líta út.
Þetta eru bara litlar glærar doppur sem að eru útum allt á glerinu mínu á rótinni minni. núna var ég að skoða þetta og það er einn svona eins og brúnn snigill/ormur! Þetta er ekki mjög fallegt að sjá og ég vil losna við þetta ! helst í gær sko! ég get prufað að taka mynd af þessu og setja inn á morgun ef að það mundi hjálpa eitthvað?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvernig væri að þrífa þetta bara af ?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

IngerAnna wrote:nei þetta eru ekki snigla egg .. ég hef áður haft eplasnigla og þeir hafa hrygnt hjá mér svo að ég veit alveg hvernig þeir líta út.
Þetta eru bara litlar glærar doppur sem að eru útum allt á glerinu mínu á rótinni minni. núna var ég að skoða þetta og það er einn svona eins og brúnn snigill/ormur! Þetta er ekki mjög fallegt að sjá og ég vil losna við þetta ! helst í gær sko! ég get prufað að taka mynd af þessu og setja inn á morgun ef að það mundi hjálpa eitthvað?
loftbólur??

annars er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af, það er allskonar lífríki í öllum fiskabúrum, t.d Infusoria http://www.1911encyclopedia.org/images/ ... oria-2.jpg sæt lítil kvikindi sem kvikna í vatninu hjá manni, litlir sniglar, vatnaflær sem hoppa ofaná vatnsyfirborðinu og mjóir, litlir, hvítir ormar sem birtast allt í einu í búrinu hjá manni..þetta er bara það sem fylgir því að eiga fiskabúr.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Alli&Krissi
Posts: 331
Joined: 28 Oct 2008, 16:21
Location: rvk

Post by Alli&Krissi »

haha þetta eru ekki loftbólur.. ég er alltaf að þrífa þetta af en þetta kemur alltaf aftur :/
500L,60L,30L,25L.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Eru þetta ekki bara sniglar, fæ svona í 60L búrið hjá mér,fullt af litlum glærum doppum (Sniglar) sem stækka svo með tímanum en í fyrstu þarf maður að skoða þetta mjög nálægt til að sjá að þetta sé snigill og þetta einmitt fer út um allt og erfitt að losna við þetta :S eina sem hefur dugað hjá mér eru bótíur en þær eru sniglaætur. Hef ekki nennt að taka allt búrið í gegn til að losna við þetta. En var með svona í 180L búrinu mínu og 3 bótíur björguðu því búri :P þannig að það finnast ekki sniglar þar, á alltaf eftir að færa einhverjar af þeim yfir í 60L búrið til að losna við þetta þar.
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Lindared wrote:loftbólur??
Alli&Krissi wrote:haha þetta eru ekki loftbólur.. ég er alltaf að þrífa þetta af en þetta kemur alltaf aftur :/
enda var þetta afar kaldhæðnisleg spurning hjá mér.

Þetta er svona í rækjubúrinu hjá mér, litlar glærar/hvítglærar doppur sem eru litlir ramshorn sniglar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply