Ég á tvær frontosur... en ég verð nú bara því miður að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um tegundina. Mér finnst þær samt helst líkjast mpimbwe miðað við myndir sem ég hef skoðað.
Tigra wrote:Ég á tvær frontosur... en ég verð nú bara því miður að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um tegundina. Mér finnst þær samt helst líkjast mpimbwe miðað við myndir sem ég hef skoðað.
Ég á mynd af öðrum þeirra, en hún er alveg árs gömul... þannig að hann er búinn að stækka töluvert síðan og hnúðurinn aðeins farinn að myndast.
Þða má sjá á myndinni að hann er með pínu tætta ugga, en þá var ég með johannii kerlu sem réð öllu. Núna í dag þá er Don (eins og ég kalla hann) alveg kóngurinn í búrinu
Án þess að vita það, þá held ég að báðir mínir séu karlar.
Það er eiginlega ekki spurning með þennan stærri, hann er svo rosalega dominant, en hinn er bara svo rosalega submissive að ég held að hann sé líka karl. Sá stærri ræður algjörlega yfir honum, er stundum pínu vondur við hann, og hann þorir yfirleitt ekki að vera annarstaðar en í horninu sínu.
Ég stefni á að fá stærra búr núna fljótlega og þá vonandi fær hann aðeins stærra svæði fyrir sig.