Jæja fékk gefins led ljós sem ég er að nota í næturlýsingu er frekar stutt svo hún lýsir eiginlega bara miðjuna, stefni að því að fá lengri og nota þessa í 128 lítra búrið, hér er svo mynd af þessu í gangi en myndgæðin eru ekkert spes.
Jæja Haplochromis sp44 einn fallegasti kallinn minn var dauður þegar ég kom heim í dag, en ég á seiði undan honum sem er kallkyns og verður reynt að koma því upp, veit ekkert af hverju hann dó en það sá ekkert á honum.
haplocromis vc10 eru þessir með rautt í sporðinum er ekki að kveikja hvaða hina þú ert að tala um en ég var lengi að finna nanið á haplochromis sp 44 sem er margliti kallinn í búrinu hjá mér.