
var að setja upp þetta búr

130L búr
Innrétting: fínn sandur, steinar og hraun, og plastgróður (sem er algjört tabú fyrir mér) en peran fyrir ofan búrið bíður ekki upp á annað. En það er einhver smá Anubias á rótinni og java mosi, harðgerðar plöntur sem þurfa ekki mikið ljós.
Henti nokkrum eplasniglum ofaní.. en ég bara hef ekki ákveðið hvað ég á að hafa í því

en hérna eru nokkrar myndir af rækjunum mínum..


ein af grænu rækjunum mínum með hrogn

ein tígris rækjan að borða eitthvað djúsí

græn rækja, líklega karlrækja

græn rækja, með hrogn
núna eru tvær tigris rækjur og tvær grænar rækjur með hrogn. Allt að ske, hlakka til að sjá litla rækjugríslínga út um allt
