Hringrás án fiska (fishless cycle)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Hringrás án fiska (fishless cycle)

Post by zequel »

Ákvað að prófa að starta hrinngrásinni í 160L búrinu mínu án fiska (fishless cycle) með því að nota aðeins "hreint" ammóníak. Kosturinn við þessa aðferð er sá að maður er yfirleitt fyrr að ná upp bakteríuflórunni, plús að maður getur fyllt búrið af fiskum í lokin ef maður óskar þess. Síðan hefur maður heyrt undrasögur af því að menn hafi náð að starta búrum á 7-10 dögum, þó ætti maður að halda sönsum og vonast eftir 2-3 vikum í fullvirka hringrás.

Það var því haldið í BYKÓ og keypt flaska af ACE Janitoral Strength Ammonia (10%) á c.a. 900 kall. ACE á að vera án allra aukaefna, miðað við það sem ég hef Googlað. Síðan sér maður yfirleitt með að hrista flöskuna hvort hún freyði eða myndi bara nokkrar loftbólur. Ef hún freyðir þá ætti maður að finna sér eitthvað annað ammóníak, en ef þetta eru einstaka loftbólur sem hverfa fljótlega þá ætti þetta að vera í lagi.

Ágætt er að hafa vatnið í heitara lagi, en ég hef mitt í 30-31°C, til að ýta undir bakteríufjölgun og síðan loftstein til að bæta súrefnið vegna hitans. Síðan þarf að bæta ammóníak í búrið þannig að það samsvari c.a. 5ppm (parts per million) eða 5mg/L eins og flest vatnspróf sýna.

Hér er smá formúla til að reikna út hversu mikið magn þarf af ammóníaki í búrið.

Óskað ammóníak magn (ppm) / (styrkur ammóníaks í % * 10/búrstærð í lítrum) = mL magn af ammóníaki til að bæta í búrið.
Ég miðaði við að það væru c.a. 150L í búrinu hjá mér og ég var að nota 10% lausn af ammóníaki og vildi fá 5ppm.
Í mínu tilfelli var það því: 5 / (10*10/150) = 7,5 mL

Það er síðan alls ekki verra að fá smá media/svamp sem búið er að keyra í góðu búri og komið með góða bakteríuflóru. Það á að gefa gott start í byrjun.

Hér er ein af greinunum sem ég notast við:
http://www.fishforums.net/index.php?showtopic=113861

Hér kemur síðan smá dagbók.

Dagur 1 (30/09/2009)
Setti eitthvað af biomedia úr búri vinar míns í bland við nýju biomedíuna sem fylgdi tunnudælunni. Fékk einnig svamp úr tunnudælu sem var verið að skipta út.
Setti 7,5mL af 10% ammóníaki í búrið.
Mældi búrið eftir rúman klukkutíma og varð taflan í Seachem Multitest Free Ammonia vel fjólublá, þannig ég áætla að ég hafi náð 5ppm (mögulega aðeins meira þar sem mig grunar að ég hafi ögn ofreiknað vatnsmagnið.
Sumsé:
NH3 = 5,0-5,5 mg/L
NO2 = 0,0 mg/L
NO3 = 0,0 mg/L

Dagur 2 (01/10/2009)
NH3 = 0,25-0,5 mg/L
NO2 = 0,0 mg/L
NO3 = 0,0 mg/L

Kom mér á óvart hvað ammóníakið hafði étist upp sólarhring síðar.
Bætti við 7,0mL af ammóníaki


Dagur 3 (02/10/2009)
NH3 = 0,5-1,0 mg/L
NO2 = 0,05 mg/L
NO3 = ekki mælt

Finnst mjög erfitt að átta mig á þessum fjólubláa lit í Seachem testinu, giskaði á 0,5-1,0 mg/L og bætti við 5 mL af ammóníaki.
Ögn af nítrÍti (NO2) virðist vera að myndast.


Dagur 4 (03/10/2009)
NH3 = 2,0-4,0 mg/L
NO2 = 0,5-0,7 mg/L
NO3 = ekki mælt

Enn og aftur giskað á fjólubláa litinn, 2-4 mg/L. Bætti ENGU ammóníaki við. NítrÍtið virðist ögn vera að færast í aukanna.

Dagur 5 (04/10/2009)
NH3 = 1,0-3,0 mg/L
NO2 = 2-2,5 mg/L
NO3 = ekki mælt

Guess what .. enn og aftur kemur bölvun fjólublá litsins :) Hinsvegar eru nítrÍtin á uppleið.

Dagur 6 (05/10/2009)
NH3 = 0,5 mg/L
NO2 = 10 mg/L
NO3 = ekki mælt
Tók Seachem reference próf í morgun sem á að gefa 1,0 mg/L. Fannst það bara ansi fjólublátt og gæti vel hugsast að ammóníakið væri komið niður í c.a. 1 hjá mér. Ætla að taka aðra mælingu í kvöld og koma því upp í c.a. 3mg/L.
Jæja, ammóníakið virðist vera komið niður í 0,5 mg/L og nítrÍtið hefur massað sig upp í 10 mg/L.
Bætti því við 4,5ml af ammóníaki til að hækka það úr 0,5 í 3,5 mg/L.


Dagur 7(06/10/2009)
NH3 = 0,5 mg/L
NO2 = 25-35 mg/L
NO3 = ekki mælt
NítrÍt spike á uppleið :) Minnka því gjöfina á ammóníakinu niður í 3,0ml til að keyra magnið í 2,5 mg/L. Þannig að það er greinilega kominn slatti af Nitrosomonas bakteríum og vonandi er góð fjölgun á nítróbakter til að umbreyta nítrÍt í nítrAt á næstu dögum :)
Fann fína grein um nítur-bakteríur:
http://www.bioconlabs.com/nitribactfacts.html
Tvær aðrar góðar greinar um fishless cycling:
http://www.aquariumadvice.com/articles/ ... Page1.html
http://www.aquarticles.com/articles/man ... Cycle.html

Við nánari lestur þá er of mikið nitrÍt ekki af hinu góða og getur hægt aðeins á ferlinu. Þannig að ég gerði 65% vatnsskipti og bætti 2ml af ammóníaki útí. Það virðist hafa deyft nitrÍtið niður í 10-15 sem er ennþá of mikið. Ætla að skipta um vatn aftur á morgun. Vatnskipti á þessum stað í ferlinu eiga að vera í lagi þar sem bakteríuflóran ætti að vera í medíunni í dælunni og í eitthvað í mölinni.

Dagur 8 (07/10/2009)
NH3 = 0,05 mg/L
NO2 = 25+ mg/L (1-2 mg/L eftir 2x80% vatnsskipti)
NO3 = ekki mælt
Þetta blessaða nítrÍt ætlaði að hanga ansi hátt uppi þannig að ég gerði 80% vatnsskipti. Við það sást smá breyting á mælingarlitnum, þannig að ég ákvað bara að fara í önnur 80% vatnsskipti. Við það virðist nítrÍtið hafa dottið niður í 1-2 mg/L :) Þar sem ammóníakið var nánast alveg horfið líka setti ég c.a. hálfan skammt, eða í kringum 3,5ml í búrið.

Dagur 9 (08/10/2009)
NH3 = 0 mg/L
NO2 = 10 mg/L
NO3 = ekki mælt
Ammóníakið sem ég bætti við í gær er gersamlega horfið, en nítrítin hafa aukist. Óþolinmæðin mín ætlar engan enda að taka þannig að ég tók síu (græna/hvíta) úr Tetra yfirfalls dælunni minni (úr 30 lítra búrinu). Skellti henni í nýjan nylonsokk og setti í Eheim tunnudæluna hjá biomedíunni. Kreisti síðan svamp úr 30L búrinu í 160L búrið. Vonandi verður þetta til þess að auka framleiðslu á nítróbakter sem brýtur niður nitrÍt í nítrAt. Tvöfölldunartíminn á nítróbakter er nefnilega í kringum 12-20 tíma, á meðan að nitrosomonas tvöfallda sig á 7 tímum. Bætti einnig við 3,75ml af ammóníaki.

Dagur 10 (09/10/2009)
NH3 = 0 mg/L
NO2 = 10-15 mg/L
NO3 = ekki mælt
Bætti við 3,75ml af ammóníaki.

Dagur 11 (10/10/2009)
NH3 = 0 mg/L
NO2 = 25-40 mg/L
NO3 = ekki mælt
Bætti vði 2ml af ammóníaki.

Dagur 12 (11/10/2009)
NH3 = 0 mg/L
NO2 = hátt mg/L
NO3 = ekki mælt
Bætti við 2ml af ammóníaki

Dagur 13 (12/10/2009)
NH3 = 0 mg/L
NO2 = hátt mg/L
NO3 = ekki mælt
Hafði 50% vatnsskipti. Bætti við 3.5ml af ammóníaki

Dagur 14(13/10/2009)
NH3 = 0 mgL
NO2 = 20+ mg/L
NO3 = ekki mælt
Bætti við 3.5ml af ammóníaki. Ögn af svæðisbundinni þörungamyndun að myndast í mölinni.

Dagur 15(14/10/2009)
NH3 = 0 mgL
NO2 = 5-10 mg/L
NO3 = ekki mælt
NítrÍtin loks á niðurleið :) Vonandi örfáir dagar í að búrið verður tilbúið :) Setti rúma 3ml af ammóníaki.

Dagur 16(15/10/2009)
NH3 = 0 mgL
NO2 = 0 mg/L
NO3 = 25-50 mg/L
Vúúúhúúú :D Nítrítið horfið og búrið líklegast tilbúið. Skellti Anubias Barteri 'Nana' afleggjara úr 30L búrinu og fékk síðan fullt af smásprotum frá vini mínum herra Bambusrækju. Lækkaði hitann í 28° og skellti 3ml af ammóníaki útí. Ætla svo að kanna stöðuna eftir 12-16 tíma. Ef NH3 og NO2 er í núlli, þá verða bara 80-90% vatnsskipti og fiskum skellt í búrið :)
Last edited by zequel on 16 Oct 2009, 00:21, edited 10 times in total.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Flott project hjá þér. Það er í raun stórsniðugt að starta búrum svona, allavega margfalt betra en að vera að kaupa þessa tilbúnu bakteríuflóru í gæludýrabúðunum sem er seld sem einhver undralausn til að cycla búrin á no-time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já það verður gaman að sjá hvernig gengur. ég hef nú samt ekkert verið að spá of mikið í þessu þegar ég starta búrum, bara hafa það í gangi í 1-2 daga og skella svo fiskum í. Hef stundum látið hreinsidælur ganga í tilbúnum búrum fyrst áður en ég læt þær í nýtt búr.
-Andri
695-4495

Image
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Post by zequel »

Sven wrote:Flott project hjá þér. Það er í raun stórsniðugt að starta búrum svona, allavega margfalt betra en að vera að kaupa þessa tilbúnu bakteríuflóru í gæludýrabúðunum sem er seld sem einhver undralausn til að cycla búrin á no-time.
Ég skilaði einmitt "undralausnum" fyrir c.a. 4 þúsund kall og fékk inneign í staðinn (kaupi perlu gúrama fyrir aurinn þegar búrið er reddí). Svo sparaði maður eitthvað klink á greyjunum sem hefðu þurft að dúsa í eigin skít næstu vikurnar. Þurfti reyndar að kaupa mér 900 kr. ammóníak, en það ætti að duga mér í búrstört næstu árin :)

Stefni á að geta stimplað búrið mitt með: "No fish were hurt in cycling of this tank!" :)
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég hef lesið að þessi svo kölluðu undralausna bakteríu coctailar sem eiga að cycla búrin á no-time, séu oft hálf gagnlausir þar sem ef þeir eru fluttir til landsins við misgóðar aðstæður. Þ.e.a.s hitastigið það lágt að það drepi megnið af lífinu í sullinu. En ég hef þó trú að þetta geri eitthvað gagn samt.
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Post by zequel »

Svo eru sumir sem henda dauðum "bambus"rækjum í búrið til að starta því ;)
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég er að starta 400 l búri og las þessa grein. Ég var að hamra 8% ammoníaklausn út í kvikindið og keypti mér nh3 próf. Mér líst vel á þetta, sérstaklega ef maður nær jafnvægi mun hraðar, en með 2- 3 molly fiskum.
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Dagur 7(06/10/2009)

Post by zequel »

Dagur 7(06/10/2009)
NH3 = 0,5 mg/L
NO2 = 25-35 mg/L
NO3 = 0,0 mg/L
NítrÍt spike á uppleið :) Minnka því gjöfina á ammóníakinu niður í 3,0ml til að keyra magnið í 2,5 mg/L. Þannig að það er greinilega kominn slatti af Nitrosomonas bakteríum og vonandi er góð fjölgun á nítróbakter til að umbreyta nítrÍt í nítrAt á næstu dögum :)
Fann fína grein um nítur-bakteríur:
http://www.bioconlabs.com/nitribactfacts.html
Tvær aðrar góðar greinar um fishless cycling:
http://www.aquariumadvice.com/articles/ ... Page1.html
http://www.aquarticles.com/articles/man ... Cycle.html

UPDATE:
Við nánari lestur þá er of mikið nitrÍt ekki endilega af hinu góða og getur hægt aðeins á ferlinu. Þannig að ég gerði 65% vatnsskipti og bætti 2ml af ammóníaki útí. Það virðist hafa deyft nitrÍtið niður í 10-15 sem er ennþá of mikið. Ætla að skipta um vatn aftur á morgun. Vatnskipti á þessum stað í ferlinu eiga að vera í lagi þar sem bakteríuflóran ætti að vera í medíunni í dælunni og í eitthvað í mölinni.
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Dagur 8 - Dagur nítrítsins

Post by zequel »

Dagur 8 (07/10/2009)
NH3 = 0,05 mg/L
NO2 = 25+ mg/L (1-2 mg/L eftir 2x80% vatnsskipti)
NO3 = ekki mælt
Þetta blessaða nítrít ætlaði að hanga ansi hátt uppi þannig að ég gerði 80% vatnsskipti. Við það sást smá breyting á mælingarlitnum, þannig að ég ákvað bara að fara í önnur 80% vatnsskipti. Við það virðist nítrÍtið hafa dottið niður í 1-2 mg/L :) Þar sem ammóníakið var nánast alveg horfið líka setti ég c.a. hálfan skammt, eða í kringum 3,5ml í búrið.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

þú hefðir átt að setja upp annað búr með fiskum til samanburðar
það hefði verið gaman að sjá þær niðurstöður
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Sammála síðasta ræðumanni. Annars hefði ég líka geta gert það þar sem ég er kominn á dag nr. 3 og NH3 er komið niður í 1.5 mg/L og talsvert að nitriti að myndast. Annars hefur Zequel nákvæma skrá yfir niðurstöður , þannig það væri hægt að bera þær saman seinna.
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Post by zequel »

Gudmundur wrote:þú hefðir átt að setja upp annað búr með fiskum til samanburðar
það hefði verið gaman að sjá þær niðurstöður
Það væri aldrei fair samanburður. Hreint ammóníak út í búrið samsvarar heilum her af fiskum. Her sem myndi ekki lifa af í slíku magni af ammóníaki. Niturbakteríurnar eru hinsvegar himin lifandi yfir að fá næga fæðu.

Miðað við þær upplýsingar sem ég finn online, þá eru menn í flestum tilfellum að ná full cycle'uðu búri á einni og hálfri viku til 3 vikum með fisklausu aðferðinni. Þá er búrið orðið það vel cycle'að að maður getur fyllt það með fiskum.
Margir mæla með þessari aðferð ef þeir eru með mjög territorial fiska. Þá virðist vera betra að sleppa öllum í einu þannig að vígvöllurinn sé jafn í byrjun. Í "hefðbundnu" fiskaleiðinni (4-6 vikur) er maður að bæta við örfáum fiskum á 1-2 daga fresti (dýravinaleiðin :)), til þess að bakteríuflóran ráði við hið nýbætta ammóníak (úrgang) frá fiskunum. Það veldur nýrri svæðisbaráttu í hvert skipti, þar sem fiskarnir sem fyrr í búrið eru búnir að velja sér svæði.

Annars er þolinmæðin að fara með mann :) Því vissulega vill maður fá fiska í búrið sitt sem fyrst :)
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hafði lesið um þessa aðferð líka en fannst hún ekki alveg meika sense. Því þú þarft jú að mynda flóru sem hæfir fjölda og stærð íbúa, annars drepst megnið af bakteríunum þegar fiskarnir koma í og bakteríurnar hætta að fá hreint ammoníak. Sem er ekki gott. Svo er líka spurning hversu mikið af henni drepst þegar þú lækkar hitann úr 31°C.

Ég er skeptískur á þetta, en samt áhugavert að þú sért að prófa. Hef líka lesið að menn setji fiskamat út í búr, sem þá rotnar og leysir ammoníak út í vatnið.
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Post by zequel »

henry wrote:Hafði lesið um þessa aðferð líka en fannst hún ekki alveg meika sense. Því þú þarft jú að mynda flóru sem hæfir fjölda og stærð íbúa, annars drepst megnið af bakteríunum þegar fiskarnir koma í og bakteríurnar hætta að fá hreint ammoníak. Sem er ekki gott. Svo er líka spurning hversu mikið af henni drepst þegar þú lækkar hitann úr 31°C.

Ég er skeptískur á þetta, en samt áhugavert að þú sért að prófa. Hef líka lesið að menn setji fiskamat út í búr, sem þá rotnar og leysir ammoníak út í vatnið.
Maður setur mismikið magn af ammóníaki í starti eftir stærð búranna. Í mínu tilfelli voru þetta 7,5 ml af 10% lausn til að ná upp í 5 mg/L. Ef búrið mitt væri 320 L í stað 160L hefði ég t.d. þurft að bæta við 15 ml.
Þú ert í raun að mynda flóru sem dekkar vel rúmlega hámarksfjölda fiska í búrinu. Þú heldur áfram að gefa ammóníak til að viðhalda bakteríuflórunni eftir að full hringrás næst, eða þar til að þú ætlar að bæta við fiskum í það. Þá hættir þú að setja ammóníak daginn áður, og hefur síðan 50-90% vatnsskipti til að lækka nítrAt magnið í búrinu. Búrið á léttilega að þola fiskana sem þú setur í það. Þeir koma síðan með sinn úrgang (ammóníak) plús smá rotnun af fiskamat. Hluti bakteríuflórunnar mun síðan svelta smátt og smátt þar til rétt hlutfall er í búrinu miðað við fiskana. Þetta er í raun öfugt þegar þú notar fiskaleiðina, þá þarftu að bæta við rólega fiskum til að mynda stærri og sterkari flóru.
Bakteríurnar drepast ekki þegar ég lækka hitann úr 30-31°, niður í 25-27° sem verður hitinn í búrinu. Fjölgun þeirra hægist um 50% ef ég færi niður í 18°, þær stoppa að fjölga sér í 4° og drepast í 0° (og 49° ef búrið skyldi hitna ;)) (heimild: http://www.bioconlabs.com/nitribactfacts.html).

Fiskamatur er einmitt eins og þú nefnir ein af þessum "fishless" aðferðum. Einnig hafa menn prófað að setja rækju(r) út í. Margir hafa þó hætt í miðri rækjuaðferðinni eftir að lyktin fer með þá :)
Hinsvegar eru þessar rotnunarleiðir ónákvæmar varðandi ammóníakmagnið og taka almennt lengri tíma. Fiskaflögurnar bæta þó við fosfötum í leiðinni sem nitrobacter fílar vel. Þannig að sumir sem nota ammóníak, setja stundum smá flögur með (rétt sem samsvarar 1-2 hrísgrjónum).
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Segir sig sjálft að maður verður að bæta fiskum á réttum tíma, það er ákveðin hætta að stór hluti flórunar deyji hættu hún að fá Nh3. Svo mun nást jafnvægi miðað við fjölda fiska. Ég er að reyna þetta í fyrsta skipti og so far er ég bjartsýnn :) Miðað við það sem ég hef lesið held ég að bæta hreinu nh3 ásamt gamalli mediu sé flótlegast og hreinlegast að ná jafnvægi.
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

morgunmæling

Post by zequel »

Ákvað að gera morgunmælingu á ammóníakinu. Það virðist vera komið í 0 mg/L þrátt fyrir að ég bætti tæpum 4ml í búrið í gær til að koma því í 2,5 mg/L. Nokkuð gott á 12 tímum :)

Nú vantar bara sama afl í nítróbakter flóruna :)
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Búrið nánast tilbúið :)

Post by zequel »

Dagur 16(15/10/2009)
NH3 = 0 mgL
NO2 = 0 mg/L
NO3 = 25-50 mg/L
Vúúúhúúú :D Nítrítið horfið og búrið líklegast tilbúið. Skellti Anubias Barteri 'Nana' afleggjara úr 30L búrinu og fékk síðan fullt af smásprotum frá vini mínum herra Bambusrækju. Lækkaði hitann í 28° og skellti 3ml af ammóníaki útí. Ætla svo að kanna stöðuna eftir 12-16 tíma. Ef NH3 og NO2 er í núlli, þá verða bara 80-90% vatnsskipti og fiskum skellt í búrið :)
Hér eru síðan nokkrar myndir.
Image
Image
Image
Image

Er síðan að spá í að skella Ozelot c.a. fyrir miðju.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Snilldar aðferð , No2 var að detta niður í 1 mg/l úr 8 mg/l , Þannig það lítur út fyrir að Búrið mitt sé full Cyclað á næstu dögum.
Post Reply