Það var því haldið í BYKÓ og keypt flaska af ACE Janitoral Strength Ammonia (10%) á c.a. 900 kall. ACE á að vera án allra aukaefna, miðað við það sem ég hef Googlað. Síðan sér maður yfirleitt með að hrista flöskuna hvort hún freyði eða myndi bara nokkrar loftbólur. Ef hún freyðir þá ætti maður að finna sér eitthvað annað ammóníak, en ef þetta eru einstaka loftbólur sem hverfa fljótlega þá ætti þetta að vera í lagi.
Ágætt er að hafa vatnið í heitara lagi, en ég hef mitt í 30-31°C, til að ýta undir bakteríufjölgun og síðan loftstein til að bæta súrefnið vegna hitans. Síðan þarf að bæta ammóníak í búrið þannig að það samsvari c.a. 5ppm (parts per million) eða 5mg/L eins og flest vatnspróf sýna.
Hér er smá formúla til að reikna út hversu mikið magn þarf af ammóníaki í búrið.
Óskað ammóníak magn (ppm) / (styrkur ammóníaks í % * 10/búrstærð í lítrum) = mL magn af ammóníaki til að bæta í búrið.
Ég miðaði við að það væru c.a. 150L í búrinu hjá mér og ég var að nota 10% lausn af ammóníaki og vildi fá 5ppm.
Í mínu tilfelli var það því: 5 / (10*10/150) = 7,5 mL
Það er síðan alls ekki verra að fá smá media/svamp sem búið er að keyra í góðu búri og komið með góða bakteríuflóru. Það á að gefa gott start í byrjun.
Hér er ein af greinunum sem ég notast við:
http://www.fishforums.net/index.php?showtopic=113861
Hér kemur síðan smá dagbók.
Dagur 1 (30/09/2009)
Setti eitthvað af biomedia úr búri vinar míns í bland við nýju biomedíuna sem fylgdi tunnudælunni. Fékk einnig svamp úr tunnudælu sem var verið að skipta út.
Setti 7,5mL af 10% ammóníaki í búrið.
Mældi búrið eftir rúman klukkutíma og varð taflan í Seachem Multitest Free Ammonia vel fjólublá, þannig ég áætla að ég hafi náð 5ppm (mögulega aðeins meira þar sem mig grunar að ég hafi ögn ofreiknað vatnsmagnið.
Sumsé:
NH3 = 5,0-5,5 mg/L
NO2 = 0,0 mg/L
NO3 = 0,0 mg/L
Dagur 2 (01/10/2009)
NH3 = 0,25-0,5 mg/L
NO2 = 0,0 mg/L
NO3 = 0,0 mg/L
Kom mér á óvart hvað ammóníakið hafði étist upp sólarhring síðar.
Bætti við 7,0mL af ammóníaki
Dagur 3 (02/10/2009)
NH3 = 0,5-1,0 mg/L
NO2 = 0,05 mg/L
NO3 = ekki mælt
Finnst mjög erfitt að átta mig á þessum fjólubláa lit í Seachem testinu, giskaði á 0,5-1,0 mg/L og bætti við 5 mL af ammóníaki.
Ögn af nítrÍti (NO2) virðist vera að myndast.
Dagur 4 (03/10/2009)
NH3 = 2,0-4,0 mg/L
NO2 = 0,5-0,7 mg/L
NO3 = ekki mælt
Enn og aftur giskað á fjólubláa litinn, 2-4 mg/L. Bætti ENGU ammóníaki við. NítrÍtið virðist ögn vera að færast í aukanna.
Dagur 5 (04/10/2009)
NH3 = 1,0-3,0 mg/L
NO2 = 2-2,5 mg/L
NO3 = ekki mælt
Guess what .. enn og aftur kemur bölvun fjólublá litsins

Dagur 6 (05/10/2009)
NH3 = 0,5 mg/L
NO2 = 10 mg/L
NO3 = ekki mælt
Tók Seachem reference próf í morgun sem á að gefa 1,0 mg/L. Fannst það bara ansi fjólublátt og gæti vel hugsast að ammóníakið væri komið niður í c.a. 1 hjá mér. Ætla að taka aðra mælingu í kvöld og koma því upp í c.a. 3mg/L.
Jæja, ammóníakið virðist vera komið niður í 0,5 mg/L og nítrÍtið hefur massað sig upp í 10 mg/L.
Bætti því við 4,5ml af ammóníaki til að hækka það úr 0,5 í 3,5 mg/L.
Dagur 7(06/10/2009)
NH3 = 0,5 mg/L
NO2 = 25-35 mg/L
NO3 = ekki mælt
NítrÍt spike á uppleið


Fann fína grein um nítur-bakteríur:
http://www.bioconlabs.com/nitribactfacts.html
Tvær aðrar góðar greinar um fishless cycling:
http://www.aquariumadvice.com/articles/ ... Page1.html
http://www.aquarticles.com/articles/man ... Cycle.html
Við nánari lestur þá er of mikið nitrÍt ekki af hinu góða og getur hægt aðeins á ferlinu. Þannig að ég gerði 65% vatnsskipti og bætti 2ml af ammóníaki útí. Það virðist hafa deyft nitrÍtið niður í 10-15 sem er ennþá of mikið. Ætla að skipta um vatn aftur á morgun. Vatnskipti á þessum stað í ferlinu eiga að vera í lagi þar sem bakteríuflóran ætti að vera í medíunni í dælunni og í eitthvað í mölinni.
Dagur 8 (07/10/2009)
NH3 = 0,05 mg/L
NO2 = 25+ mg/L (1-2 mg/L eftir 2x80% vatnsskipti)
NO3 = ekki mælt
Þetta blessaða nítrÍt ætlaði að hanga ansi hátt uppi þannig að ég gerði 80% vatnsskipti. Við það sást smá breyting á mælingarlitnum, þannig að ég ákvað bara að fara í önnur 80% vatnsskipti. Við það virðist nítrÍtið hafa dottið niður í 1-2 mg/L

Dagur 9 (08/10/2009)
NH3 = 0 mg/L
NO2 = 10 mg/L
NO3 = ekki mælt
Ammóníakið sem ég bætti við í gær er gersamlega horfið, en nítrítin hafa aukist. Óþolinmæðin mín ætlar engan enda að taka þannig að ég tók síu (græna/hvíta) úr Tetra yfirfalls dælunni minni (úr 30 lítra búrinu). Skellti henni í nýjan nylonsokk og setti í Eheim tunnudæluna hjá biomedíunni. Kreisti síðan svamp úr 30L búrinu í 160L búrið. Vonandi verður þetta til þess að auka framleiðslu á nítróbakter sem brýtur niður nitrÍt í nítrAt. Tvöfölldunartíminn á nítróbakter er nefnilega í kringum 12-20 tíma, á meðan að nitrosomonas tvöfallda sig á 7 tímum. Bætti einnig við 3,75ml af ammóníaki.
Dagur 10 (09/10/2009)
NH3 = 0 mg/L
NO2 = 10-15 mg/L
NO3 = ekki mælt
Bætti við 3,75ml af ammóníaki.
Dagur 11 (10/10/2009)
NH3 = 0 mg/L
NO2 = 25-40 mg/L
NO3 = ekki mælt
Bætti vði 2ml af ammóníaki.
Dagur 12 (11/10/2009)
NH3 = 0 mg/L
NO2 = hátt mg/L
NO3 = ekki mælt
Bætti við 2ml af ammóníaki
Dagur 13 (12/10/2009)
NH3 = 0 mg/L
NO2 = hátt mg/L
NO3 = ekki mælt
Hafði 50% vatnsskipti. Bætti við 3.5ml af ammóníaki
Dagur 14(13/10/2009)
NH3 = 0 mgL
NO2 = 20+ mg/L
NO3 = ekki mælt
Bætti við 3.5ml af ammóníaki. Ögn af svæðisbundinni þörungamyndun að myndast í mölinni.
Dagur 15(14/10/2009)
NH3 = 0 mgL
NO2 = 5-10 mg/L
NO3 = ekki mælt
NítrÍtin loks á niðurleið


Dagur 16(15/10/2009)
NH3 = 0 mgL
NO2 = 0 mg/L
NO3 = 25-50 mg/L
Vúúúhúúú

