Jæja, hérna eru myndir af búrinu.
Bakgrunnurinn er kókostrefjamotta, gerð fyrir skriðdýrabúr.
Allar plönturnar eiga að vera frá Asíu (mest frá SA-Asíu, vona ég).
Rótin er mopani viður (ég veit nú ekki hvort það telst "authentic" fyrir Asíu-búr, en ég veit ekki hvar maður ætti að fá asískan harðvið hér).
Mölin er eiginlega of gróf, ég þyrfti að redda mér rauleitum sandi/fínni möl til að setja með.
Hauskúpan er tilbúið fiskaskraut úr Dýralandi, eini "óekta" hluturinn þarna
Hérna er heildarmynd af búrinu, það er 60 cm langt.
Hér sést kókostrefjabakgrunnurinn ágætlega.
Hér sést glitta í hauskúpuna...
...og hér er nærmynd af kauða
Tóma búrið mitt (myndir)
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Núna er búrið búið að rúlla í mánuð með einum gúbbífiski og allt gengur í aðalatriðum vel. Plantan í miðju búrinu, Hygrophila Salicifolia, steindrapst á nokkrum dögum, veit ekki af hverju og plantan lengst til vinstri, Ludwigia Perennis er búin að fella öll neðri blöðin og lítur núna út eins og pálmatré :/
Aðrar plöntur virðast pluma sig ágætlega og fiskurinn hefur það gott, fyrir utan að vera dálítið geðveikur vegna einmanaleika... Hann fer svo fljótlega í kennslubúrið mannsins míns, sem er náttúrufræðikennari í Rimaskóla. Þar bíða hans tvær pattaralegar kerlingar
Ég þyrfti eiginlega að redda mér nitrit testi einhversstaðar ódýrt og athuga hvort allt sé ekki í lagi áður en alal íbúrarnir koma á vettvang. Hvar fær maður sæmilega nákvæma nitritmæla sem ekki kosta hönd og fót?
Aðrar plöntur virðast pluma sig ágætlega og fiskurinn hefur það gott, fyrir utan að vera dálítið geðveikur vegna einmanaleika... Hann fer svo fljótlega í kennslubúrið mannsins míns, sem er náttúrufræðikennari í Rimaskóla. Þar bíða hans tvær pattaralegar kerlingar
Ég þyrfti eiginlega að redda mér nitrit testi einhversstaðar ódýrt og athuga hvort allt sé ekki í lagi áður en alal íbúrarnir koma á vettvang. Hvar fær maður sæmilega nákvæma nitritmæla sem ekki kosta hönd og fót?
-
- Posts: 107
- Joined: 19 Jan 2007, 15:04
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
Takk fyrir það, mér finnst þetta koma mjög vel út og vonandi leysist mottan ekki upp með tímanum og spillir vatninu...
Ef þetta gengur, þá er þetta frábær lausn til að losna við straum úr búrinu, þar sem dælan er höfð bakvið mottuna og súrefnisríka vatnið úr henni seytlar svo í gegnum mottuna hægt og rólega (maður sér örlitlar loftbólur streyma úr henni). Til að koma í veg fyrir að dælan róteri bara vatninu sem er á bakvið mottuna, þá kom ég því þannig fyrir að inntakið á dælunni vísar út í búrið en ekki inn í heimatilbúna bakhólfið. Í Bakhólfinu er ég með dálítið af bio-chem stjörnum frá Rena, til að fá meiri og öflugri bakteríuflóru í búrið.
So far so good, alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Ef þetta gengur, þá er þetta frábær lausn til að losna við straum úr búrinu, þar sem dælan er höfð bakvið mottuna og súrefnisríka vatnið úr henni seytlar svo í gegnum mottuna hægt og rólega (maður sér örlitlar loftbólur streyma úr henni). Til að koma í veg fyrir að dælan róteri bara vatninu sem er á bakvið mottuna, þá kom ég því þannig fyrir að inntakið á dælunni vísar út í búrið en ekki inn í heimatilbúna bakhólfið. Í Bakhólfinu er ég með dálítið af bio-chem stjörnum frá Rena, til að fá meiri og öflugri bakteríuflóru í búrið.
So far so good, alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt