Bakgrunnurinn er kókostrefjamotta, gerð fyrir skriðdýrabúr.
Allar plönturnar eiga að vera frá Asíu (mest frá SA-Asíu, vona ég).
Rótin er mopani viður (ég veit nú ekki hvort það telst "authentic" fyrir Asíu-búr, en ég veit ekki hvar maður ætti að fá asískan harðvið hér).
Mölin er eiginlega of gróf, ég þyrfti að redda mér rauleitum sandi/fínni möl til að setja með.
Hauskúpan er tilbúið fiskaskraut úr Dýralandi, eini "óekta" hluturinn þarna


Hérna er heildarmynd af búrinu, það er 60 cm langt.

Hér sést kókostrefjabakgrunnurinn ágætlega.

Hér sést glitta í hauskúpuna...

...og hér er nærmynd af kauða
