Langaði til að sýna ykkur gróðurbúrið mitt, er með í því nokkra gúbbý fiska, molly, glersugur og snigla. Gróðurinn vex síðan alveg eins og arfi, eitthvað sem ég bjóst ekki við
Endilega ef þið hafið einhver comment að koma með þau
hvað er þetta stórt búr? sýnist fremsta lágvaxna plantan vera gerfi?
Sýnist þú vera með cabomba, Ludwigia Perennis og Hydrocotyle leucocephala..
veit ekki hvort hægt sé að kalla þetta beint gróðurbúr Í gróðurbúrum er gróðurinn yfirleitt númer 1,2 og 3 og fiskarnir meira svona auka.
En þetta er samt fínasta búr, hlakka til að sjá þróunina á því.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
já þessi fremsta er gerfi, er líka með svona aftast fyrir seiði til að fela sig í.
En afhverju gæti þetta ekki kallast gróðurbúr? er með helling af gróðri og vildi ekki hafa búrið tómlegt og líflaust þannig að ég setti fiska í það líka
Það er reyndar ein önnur planta þarna sem ég veit ekki hvað heitir
Hrafnhildur wrote:já þessi fremsta er gerfi, er líka með svona aftast fyrir seiði til að fela sig í.
En afhverju gæti þetta ekki kallast gróðurbúr? er með helling af gróðri og vildi ekki hafa búrið tómlegt og líflaust þannig að ég setti fiska í það líka
Það er reyndar ein önnur planta þarna sem ég veit ekki hvað heitir
Gróðurbúr eða ekki gróðurbúr
Í búrinu er mikill gróður þannig að það er hægt að segja að þetta sé gróðurbúr og sérstaklega hérlendis þar sem nánast engin gróðurbúr eru á landinu.
Ég man td. ekki eftir að hafa nokkurn tíma séð gott gróðurbúr hérlendis enda ekki hefð fyrir því en áhugi manna er að aukast á gróðri og kannski á þetta eftir að glæðast í framtíðinni sérstaklega með komu internetsins þar sem hægt er að sjá hvað er að gerast erlendis það var lítið flutt inn af gróðri hér áður fyrr og þekking enginn frekar en á fiskum á þeim tíma
Gudmundur wrote:Gróðurbúr eða ekki gróðurbúr Í búrinu er mikill gróður þannig að það er hægt að segja að þetta sé gróðurbúr og sérstaklega hérlendis þar sem nánast engin gróðurbúr eru á landinu.
akkúrat það sem mér finnst ekki
en miðað við að það eru fá þannig séð gróðurbúr hérlendis eins og þú segir, þá er alveg hægt að kalla þetta gróðurbúr, hehe.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Hrafnhildur wrote:já þessi fremsta er gerfi, er líka með svona aftast fyrir seiði til að fela sig í.
En afhverju gæti þetta ekki kallast gróðurbúr? er með helling af gróðri og vildi ekki hafa búrið tómlegt og líflaust þannig að ég setti fiska í það líka
Það er reyndar ein önnur planta þarna sem ég veit ekki hvað heitir
Takk fyrir falleg comment
Ég er alveg sammála þér Guðmundur. Að mínu mati telst þetta sem gróðurbúr, en ef það væri meira um á íslandi að fólk væri með búr sem væru meira og minna bara gróður þá fyndist mér mitt búr vera á mörkunum
Já en fjórar manneskjur geta varla talist mikið þegar tekið er mið af því hvað margir eru með fiskabúr
Ég hef annars ekki grænan um það hversu stórt búrið sé, þetta er biocub búr frá rena, er ekki með gróðurpera, bara peru sem fylgdi búrinu, en hún virðist vera gera sitt gagn því ég er alltaf að klippa gróðurinn. Ég á svo co2 sístem en á bara eftir að setja það upp
það er nefnilega málið, það eru svo fáir sem hafa metnað fyrir gróðri eða bara finnst það of mikið vesen að þurfa alltaf að klippa hann á viku fresti. Flest allir fá sér bara fiska og skraut.
En það eru einhverjir hérna á spjallinu sem hafa verið með mjög falleg búr, með slatta af gróðri í.
Ég vil eiginlega bara vera með gróðurbúr, finnst það svo flott, svo finnst mér svo gaman að þessu öllu stússi í kringum þetta.
En eins og ég sagði, þá hlakka ég til að sjá þróunina á búrinu þínu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
þetta er mjög vel innréttað búr hjá þér Hrafnhildur, gaman að sjá hvernig þú hefur breytt búrinu frá upprunalega biocub. langar að sjá þig setja co2 system í þetta og modda lokið fyrir gróðurperu, en engu að síður skemmtileg viðbót við dýragarðinn.
-andri
annars langar mig að bæta við að Melur nokkur hér á spjallinu er að vinna í gróðurbúri. hann vill samt ekki kaupa neinar plöntur heldur er að vinna útfrá afleggjurum sem hann hefur sankað aðsér héðan og þaðan, efnilegur grasakarl að mínu mati.