Convict karl on a rampage.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Convict karl on a rampage.

Post by magona »

Oh svekkelsi.

Convict parið hryngdi hjá mér í síðustu viku og gekk allt vel. Svo hefur eitthvað skeð í nótt. Karlinn lumbrar á kerlingunni, manar alla fiska í slag og ég hef ekki séð neitt seiði í allan dag. Sennilega öll dáin. :x Hann er nánast alveg svartur af vonsku og kerla orðin varla skugginn af sjálfri sér.

Þetta er alveg gullfallegur karl. Bara nokkra mánaða, byrjaður að fá hnúð og er með svo langa ugga að þeir ná lengra en sporðurinn. En ef hann heldur svona áfram þá verð ég að fjarlægja hann. :(

Hvað hefur skeð? Er þetta eðlilegt?
AAAlgjört drama !
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þetta er fullkomlega eðlilegt. kerla hefur jafnvel gert eitthvað til að hann fór í fílu. Hvað ertu með þau í stóru búri? Þessir fiskar eru kolbrjálaðir í skapinu, kallinn getur auðveldlega drepið kerlu ef hann vill.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

240 lítrum. Jæja það er gott að vita að þetta sé eðlilegt því að mér þykir nú vænt um kvikindið þó að hann hafi nú kostað mig nokkra fiska í gegnum tíðina. :-)
AAAlgjört drama !
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Spurning um að fjarlægja annan fiskinn úr búrinu tímabundið. Hvaða aðrir fiskar eru þarna? Convict eru þekktir sem mjög góðir foreldrar en ef eitthvað misbíður þeim þá gera þeir allt til þess að passa upp á sitt. kerlan hefur jafnvel ekki staðið sig við að passa upp á seiðin og karlinn orðið brjálaður út í hana út af því. Alveg ótrúlegt hvað þessir fiskar eru miklar tilfinningaverur..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Væri jafnvel ekki vitlaust að aðskilja þau tímabundið.... taka kerluna frá í 1-2 vikur...

Svo hljóta þau að ná sáttum þegar hún skilar sér í búrið og karlinn fær gredduna á ný... :P
User avatar
magona
Posts: 89
Joined: 09 Aug 2009, 19:03
Location: breiðholt

Post by magona »

Mér sýnist karlinn vera að róast. Hann er enn hálf svartur en er nú til friðs.

Aðrir íbúar eru 1 óskar (ca.9cm), 1 JD (ca.12cm), 2 skalar slör (ca.4x4cm búkurinn) og 2 SAE. Svo nokkrir brúsknefir.
AAAlgjört drama !
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það gæti líka verið þjóðráð að láta kerlu bara fara til frambúðar. Stakur convict kk er yfirleitt sauðmeinlaus ef engin kerla er í búrinu og þá eru þeir vanalega fallegastir.
Post Reply