Convict parið hryngdi hjá mér í síðustu viku og gekk allt vel. Svo hefur eitthvað skeð í nótt. Karlinn lumbrar á kerlingunni, manar alla fiska í slag og ég hef ekki séð neitt seiði í allan dag. Sennilega öll dáin. Hann er nánast alveg svartur af vonsku og kerla orðin varla skugginn af sjálfri sér.
Þetta er alveg gullfallegur karl. Bara nokkra mánaða, byrjaður að fá hnúð og er með svo langa ugga að þeir ná lengra en sporðurinn. En ef hann heldur svona áfram þá verð ég að fjarlægja hann.
þetta er fullkomlega eðlilegt. kerla hefur jafnvel gert eitthvað til að hann fór í fílu. Hvað ertu með þau í stóru búri? Þessir fiskar eru kolbrjálaðir í skapinu, kallinn getur auðveldlega drepið kerlu ef hann vill.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
240 lítrum. Jæja það er gott að vita að þetta sé eðlilegt því að mér þykir nú vænt um kvikindið þó að hann hafi nú kostað mig nokkra fiska í gegnum tíðina.
Spurning um að fjarlægja annan fiskinn úr búrinu tímabundið. Hvaða aðrir fiskar eru þarna? Convict eru þekktir sem mjög góðir foreldrar en ef eitthvað misbíður þeim þá gera þeir allt til þess að passa upp á sitt. kerlan hefur jafnvel ekki staðið sig við að passa upp á seiðin og karlinn orðið brjálaður út í hana út af því. Alveg ótrúlegt hvað þessir fiskar eru miklar tilfinningaverur..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Það gæti líka verið þjóðráð að láta kerlu bara fara til frambúðar. Stakur convict kk er yfirleitt sauðmeinlaus ef engin kerla er í búrinu og þá eru þeir vanalega fallegastir.