Jæja. Þannig er mál með vexti að ég er með mína fyrstu gúppý fiska, þótt ótrúlegt megi virðast. Hef aldrei haft neinn áhuga á þeim, en konan sem er ný í sportinu er rosa hrifin af litunum og svona. Þannig að ég fékk 2x kalla og 2x kellingar frá Vargnum með flugi og svo fór náttúrulega að ein kellingin varð seiðafull. Og mér sýnist hún vera alveg við það að gjóta. Hnöttótt og með dökkan blett á mallanum.
Ætlaði fyrst að leyfa þessu bara að ganga sitt skeið og þetta yrði þá bara étið. En svo fékk ég bakþanka og náði í ~15L bleikt Dóru fiskabúr úr fallega rispuðu plexi sem ég á, og minnsta hitarann sem ég á (100w

) og skellti þessu saman ásamt dælu sem fylgdi búrinu og hraunmola með Javamosa úr 250L búrinu.
Núna húkir hún, heillin, ein ofan á eldhúsinnréttingunni hjá mér, þar sem sodastream tækið var, og bíður eftir að eiga
Veit ekkert hvað ég geri við seiðin, kannski hirði þá sterkustu og hinir fara í Discusamaga..
Myndir:
