Hrygningar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Hrygningar

Post by stebbi »

Ég tók mig til og ákvað að fjölga cherrybörbunum mínum.

Ég startaði 60 lítra búri sem ég setti í rimla, javamosa, gerfigróður og 2 blómapotta til að halda lokinu og plastgróðrinum niðri.
Á mánudaginn síðasta (28.sept) setti ég 3 kellingar og 2 kalla í búrið um kvöldið og slökkti öll ljós og dró fyrir glugga.
Þriðjudagsmorguninn lét ég timer sjá um að kveikja ljósin og hafa þau á í ca 3 tíma. Um kvöldið kippti ég foreldrunum úr búrinu og kom þá auga á örfá egg í botninum.
Ég var nú ekki viss hvort það hefði eitthvað orðið úr þessu fyrr en á fimmtudaginn þá fór ég að sjá lítil egg með hala.
Núna er ég hinsvegar búinn að sjá að það er krökkt af seiðum í búrinu og þau eru farin að synda smávegis um búrið.

Ég skellti vatni í lítið búr og útí glugga til að fá smá infusoriu handa þeim, en svo er bara að sjá hvað verður.

Ég á ekki nógu góða myndavél til að ná seiðunum almennilega en hér er allavegana ein
Image
Last edited by stebbi on 23 Oct 2009, 00:30, edited 2 times in total.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Laglegt! alltaf gaman að fylgjast með hrygningarprógrömmum.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

planið er að vera duglegur við það í vetur að prófa sig áfram :)
smíðaði mér rekka til að auðvelda verkið og hafa þetta soldið snyrtilegt.
Það sem ég á í búrinu mínu og verður tekið fyrir líka í vetur eru Tígrisbarbar, perlugúramar, corydoras, ancistrur
svo er ég með hugsanlegt skalapar, jack dempsey og green terror en ég veit ekki hvort ég geri eitthvað með þeim.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

stebbi wrote:planið er að vera duglegur við það í vetur að prófa sig áfram :)
smíðaði mér rekka til að auðvelda verkið og hafa þetta soldið snyrtilegt.
Það sem ég á í búrinu mínu og verður tekið fyrir líka í vetur eru Tígrisbarbar, perlugúramar, corydoras, ancistrur
svo er ég með hugsanlegt skalapar, jack dempsey og green terror en ég veit ekki hvort ég geri eitthvað með þeim.
Allt einfaldar tegundir hjá þér og flestar skynsamar fyrir utan Jack dempsey og green terror sem er erfitt að losna
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Gengur bara vel með seiðin, ég hef enga hugmynd um hversu mörg þau eru.
Þau eru allavegana farin að synda ágætlega, komin með greinilegann sundmaga.
Image
Sjást 2 stk þarna
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Image
Fann nýja og betri stillingu á myndavélina hjá mér svo ég get náð þolanlegum myndum af littlu kvikindunum.
Þau eru orðin ca 5 mm

Image
Svo skellti ég upp öðru búri og setti í það tígrisbarba.
Þeir voru drullustressaðir í gærkvöldi (10.okt) þegar ég slökkti hjá þeim svo ég bjóst nú ekki endilega við fjöri í morgun, enda var það ekki að sjá heldur.
Vatnið er 25 gráður og búrið 60 lítra

Ég býst við því að þurfa að aðskilja kynin og búa þau betur undir hrygningu.
Last edited by stebbi on 23 Oct 2009, 00:20, edited 1 time in total.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Settu svartan ruslapoka undir búrið og meirihlutan af hinu glerinu það róar fiskana ótrúlega og þeir hrigna frekar
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Jæja eitthvað hefur nú gerst hjá tígrisbörbunum því ég sá 1 seiði í búrinu rétt í þessu.
Býst nú passlega við því að þau séu fleiri þá
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Smá update!

Cherrybarbaseiðin hafa aðeins tínt tölunni en eru samt ennþá vel 30 plús, maður nær aldrei að telja nema svona 20-25 áður en maður tínir sér :)

Tígrisbarbaseiðin eru allavegana 20 plús.

Skemmtilegt að sjá muninn á seiðunum svona eftir tegundum, tígrisseiðin eru útum allt búr nánast á meðan cherrybarbaseiðin eru voðalega botnlæg.
Líka eru tígrarnir stærri en cherryarnir þótt þeir séu yngri.

Ég splæsti í cleaning crew, 6 eplasnigla sem hafa það lystilega gott hjá seiðunum. Þeir eru allavegana búnir að stækka helling á nokkrum dögum.

Er einhver sem hefur reinslu af því að hafa corydoras í seiðabúrum?
Mér datt í hug að setja þá í seiðabúrin til að fita þá og búa undir hrygningu, ég hugsa nú að þeir láti seiðin alveg í friði en langar að athuga hvort einhver viti betur.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Coryarnir éta öll þau seiði sem þeir komast í... Ég myndi ekki treysta þeim, þeir eru líklegir til að sjúga þau upp á næturnar til dæmis.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Lítið að gerast nema ég er búinn að sameina öll seiðin í 1 búr

Image
Slatti á artemíubeit

Image
Stærstu seiðin farin að fá lit og eins og sjá má þá troða þau sig út af artemíu þegar hún gefst.
Seiðin verða nánast kringlótt og appelsínugul eftir artemíuna.

Image
Fer að koma að því að starta coryunum, þessa risakellingu fékk ég lánaða hjá frænda mínum.
Þá eru 2 kellingar í búrinu og éta eins og þær geta í sig látið
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott!
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Hebbi
Posts: 115
Joined: 05 Aug 2009, 18:43
Location: Mosó
Contact:

Post by Hebbi »

hrikalega gaman að fylgjast með þessu hjá þér, gangi þér vel með cory hrygninguna..
this is mine..
20L
30L
páfagaukar, hundar og kettir....
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Gaman að þessu, og fínar myndir! Ég þekki það hvað það er vonlaust að taka myndir af svona litlum seiðum, respect :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Karen98
Posts: 138
Joined: 05 Oct 2009, 15:25

Post by Karen98 »

Hææj
rosa Flottir fiskar og Myndir
en hvernig er hægt að Sjá kynin á Corydoras ryksugunum og á Tígrisbörburum
Og ertu með einhver Ráð hvernig á fá hrigningu hjá þessum fiskum
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

keli wrote:Gaman að þessu, og fínar myndir! Ég þekki það hvað það er vonlaust að taka myndir af svona litlum seiðum, respect :)
Ójá það er kannski 1 af 50 sem er nothæf, en það er þá alveg þess virði

Karen98 wrote:Hææj
rosa Flottir fiskar og Myndir
en hvernig er hægt að Sjá kynin á Corydoras ryksugunum og á Tígrisbörburum
Og ertu með einhver Ráð hvernig á fá hrigningu hjá þessum fiskum
Kellingarnar eru bústnari og stærri hjá corydorunum og það er eiginlega sama með barbana.
Ég hef engin ráð varðandi coryana þar sem ég hef ekki fjölgað þeim áður.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Image
Flest seiðin komin með greinilega liti svo þau þekkjast vel í sundur núna.
Einstaka seiði sem maður kemur auga á sem eru nánast ekkert búin að stækka.

Image
Cherry barba seiði, með þeim stærstu í búrinu sínist mér.

Image
Ekki litmesta tígrisbarbaseiðið en þarna sést vel hvernig liturinn er kominn á þeim, stærstu seiðin eru komin með kolsvartar rendur.

Image
Aðstaðan er kannski ekki sú fallegasta en who cares, þetta dugar bara vel fyrir mig :)
Þarna er ég kominn með ca 300 lítra af vatni í gang.
Vinstra búrið í efri hillunni geymir seiðin.
Hægra í efri hillunni geymir blágúrama kall sem ég keypti í dag af varginum, nú er bara að bíða eftir að hann blási sér hreiður.
Um leið og hann er búinn að því þá fær hann spikfeita kellingu í búrið til sín.
Vinstra í neðra geymir 4 corydorasa sem eru í fitun og undirbúningi, er að pæla að henda ancistrupari þarna ofaní líka í ganni.
Hægra neðra er bara tómt ennþá, veit ekki alveg hvað ég set þar, hugsanlega bara seiði ef ég fæ einhvertíman einhver fleiri
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

flott :)
:)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er helv. efnilegt. Ég mæli með því að þú smíðir búr í allt draslið sem fyrst.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já, mjög efnileg ræktun þarna hjá þér.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Rólegt yfir þessu öllu saman hjá mér, seiðin stækka og ég er búinn að færa ca 15 stk í 120 lítra búr þar sem þau voru orðin áberandi stæri en restin.

Annars bíð ég bara enn eftir að gúraminn blási sér hreiður,
ég er 95% viss um að hann sé kall þar sem hann varð alveg óður þegar ég setti gömlu kellinguna mína í búrið til hans,
hann varð líka þvílíkt litfagur um leið.
Vatnið er ca 15cm djúpt og hitinn 28°
Er einhver með einhver tips til að fá hann í hreiðurgerð?

Þess má geta að annar perlugúraminn blés sér hreiður í stóra búrinu í vikunni án þess að ég gerði nokkuð þar.

corydorasarnir eru ekki heldur búnir að gera neitt af sér, en ég er ekki alveg eins farinn að bíða eftir þeim,
ég skipti um vatn hjá þeim á hverjum degi og set alltaf kalt vatn í staðinn.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
GG
Posts: 250
Joined: 22 Oct 2006, 10:57

Post by GG »

Du getur prufad ad skera botninn af 2 litra kokflosku og sett floskuna med kvk i burid hja honum da ser hann kvk en kemst samt ekki ad henni.Eg nota detta oft med Bardagafiska gaeti virkad a Gurama lika.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Loksins kom að því að corydorarnir gömnuðu sér aðeins :D
Kannski það tengist því eitthvað að ég tók hitarann úr sambandi þannig að hitastigið varð 22°
og lækkaði niðrí 18° við vatnsskiptin. Í staðinn fyrir að ég var með hitann í 27° og lækkaði í 22° við vatnsskipti.
Allavegana virkaði það ágætlega :D

Image
Þarna eru eggin sem eftir voru, þegar ég kom að búrinu var minni kerlingin að gæða sér á eggjum.

Image
Ég skóf eggin af glerinu og setti í netabúr náði 16 stk

Image
Hérna er gengið

Blágúramarnir fengu að fara í stóra búrið um helgina, ég ákvað að karlinn væri ekki orðinn nógu stór.
Hann er eins og 15 ára gutti eltist við stelpurnar en veit svo ekkert hvað hann á að gera.
En í staðinn áskotnaðist mér perlugúramakerling, þannig að ég veiddi flotta kallinn minn úr búrinu og skellti í gúramabúrið.
Strax á öðrum degi byrjaði hann að blása sér hreiður en mér tókst að trufla hann svo það varð ekkert úr því.
Þannig að núna bíð ég bara eftir að hann geri nýtt.

Image
Ef ég næði mynd af honum í fullum litaskrúða væri það nóg til að hörðustu menn myndu bráðna :P
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Karen98
Posts: 138
Joined: 05 Oct 2009, 15:25

Post by Karen98 »

Hææ
ég var að spá í hvað eru Málin á 300 l búrinu
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Hann er ekki með neitt 300L búr. Hann er með nokkur búr sem rúma samtals 300L af vatni.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

mikið rétt, stærsta búrið þarna er 120 lítra

Annars þá skóf ég burt fleiri corydoras egg í gær og setti í netabúrið.
Ég taldi 20og eikkvað egg á glerinu en svo misti ég nokkur á botninn í búrinu, þannig að ég er með ca 30 stk í netinu.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

gaman að lesa þetta. Þessi ræktun gæti vel verið upphafið af einhverju stærra.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Öll eggin sem ég skóf af glerinu og setti í netabúrið skemdust, voru öll orðin loðin.
Ég var búinn að sjá slatta af eggjum á botninum sem ég veit ekki hvernig hefur reitt af.
Plús það var slatti af eggjum á einu laufblaði á gerfiplöntu, þar voru flest orðin loðin.
En við nána athugun voru nokkur þeirra klakin, þannig að ég er búinn að vera í ca 2 tíma að skima botninn á búrinu í von um að sjá seiði.
Ég ætla nú ekki að gefa upp alla von um að það séu nokkur seiði svamlandi í mölinni svo búrið fær að ganga "tómt" áfram í nokkra daga.

Skömmu eftir að ég færði foreldrana yfir í annað búr tók ég eftir 5 eggjum sem ég skellti í klakbox og mun fylgjast grant með.


En með gúramana skil ég ekki hvað er í gangi, það gerist bara ekki neitt.
Einhverjar hugmyndir?
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Öll corydoras eggin ónýt og engin seiði :x en ég er nú ekki búinn að gefast upp ennþá.
Kellingarnar komnar í sérbúr aftur og fá vel að borða í nokkra daga
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Mæli með að skella smá fungus lyfi í vatnið
Minn fiskur étur þinn fisk!
Post Reply