Burtoni
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Burtoni
ég var að fá mér Burtoni tríó núna í gær...sem er varla frá sögu færandi...en annar hliðarugginn á karlinum er talsvert minni en hinn, þannig að ég fór að pæla hvort að þetta væri bara svona eftir flugið hingað til Akureyrar og ætti eftir að gróa eða hvað?...er eitthvað sem ég get gert til að hjálpa til við það?...síðan er líka annað, ég er með eitt stykki pseudotropheus elongatus sem að ég hélt að myndi missa völdin við það að helmingi stærri Burtoni karl kæmi í búrið, en ekki aldeilis, hann rekur Burtoni með sínar kerlingar út í horn án þess að fá einhverja mótspyrnu...er hann bara svona vegna þess hve stutt er síðan ég fékk hann?...eitthvað hægt að gera til að róa hinn aðeins?