Burtoni

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Burtoni

Post by Porto »

ég var að fá mér Burtoni tríó núna í gær...sem er varla frá sögu færandi...en annar hliðarugginn á karlinum er talsvert minni en hinn, þannig að ég fór að pæla hvort að þetta væri bara svona eftir flugið hingað til Akureyrar og ætti eftir að gróa eða hvað?...er eitthvað sem ég get gert til að hjálpa til við það?...síðan er líka annað, ég er með eitt stykki pseudotropheus elongatus sem að ég hélt að myndi missa völdin við það að helmingi stærri Burtoni karl kæmi í búrið, en ekki aldeilis, hann rekur Burtoni með sínar kerlingar út í horn án þess að fá einhverja mótspyrnu...er hann bara svona vegna þess hve stutt er síðan ég fékk hann?...eitthvað hægt að gera til að róa hinn aðeins?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ugginn ætti að gróa.
Þú getur tekið yfirgangs elongatusin úr búrinu í 1-2 daga eða prófað að endurraða aðeins í því, þá fara fiskarnir að eigna sér svæði upp á nýtt.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Flott er með uggan

Er í lagi að geyma þá elangatusinn í plastbúri (svona ferðabúri) í 1-2 daga hef ekkert annað til að setja hann í?
Post Reply