já okei, hélt að ég hafi séð video á netinu þar sem það var verið að sprauta eggjarauðunni í vatnið hjá seiðunum, ætli það hafi ekki verið artemia bara.
(er búinn að vera reyna linsjóða egg í dag og alltaf fengið harðsoðið og étið það bara )
Micro ormar eru ódýr og að mínum mati lang besta lausnin fyrir mjög smá seiði, micro ormarnir lifa í allt að 3 daga í vatninu og menga því lítið sem ekkert, hins vegar hef ég heyrt að eggja rauða geri vatnið fúlt á skömmum tíma. Þú getur fengið start frá mér ef þú villt
Bambusrækjan wrote:Micro ormar eru ódýr og að mínum mati lang besta lausnin fyrir mjög smá seiði, micro ormarnir lifa í allt að 3 daga í vatninu og menga því lítið sem ekkert, hins vegar hef ég heyrt að eggja rauða geri vatnið fúlt á skömmum tíma. Þú getur fengið start frá mér ef þú villt
Hmm þetta hljómar eins og eitthvað sem mig vantar, þú talar um start er þetta eitthvað sem þú ert með í sér búri bara?
Micro ormar er örsmáir ormar sem maður hefur í köldum hafragraut í plast íláti, svo eru ýmsar leiðir að taka ormana úr án þess grauturinn fylgir með. Ormarnir fjölga sér mjög hratt og maður þarf bara smá af þeim til að byrja með. Spurning um að Googla "micro worms" og lesa sig til
micro ormar uppskrift:botnfylli af haframjöli, tsk ger og smá sletta af vatni í 5L fötu. svo er best að taka þá micro orma sem hafa skriðið upp með hliðunum á fötunni. Svo er skift um haframjöl og ger þegar allt virðist vera horfið, sem sagt mjölið og gerið, þá ætti gumsið í fötunni vera orðið þunnt og vatnkennt, þá er bara bolli tekin af gamla gumsinu, afgangnum hent og nýtt haframjöl, ger og vatn sett í fötuna og microormagumsinu í bollanum helt út í. Passa að hafa göt á lokinu á fötunni eða lauslega lokað.
P.s þetta á eftir að lykta eins og sjitt....
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L