Ein af guppy kellunum mæinum lítur út fyrir að vera eitthvað veik, það vantar hreistur á bakið á henni og hún er öll útí einhverju hvítu (sem lítur út eins og feiti) á uggunum.. Getur einhver sagt mér hvað er að henni? Og hvernig losna ég við þetta?
Líka, búrið mitt er allt í brúnum þörungum, það er eins og einhver sé að dunda sér við að hella brúnni málningu í búrið! Þetta er búið að dreifa úr sér nokkuð hratt núna undanfarið. Ég gef fiskunum ekki mikið að borða en er afturámóti með ljósið kveikt nánast allan daginn.
Þetta hljómar frekar eins og eitthvað fungus vesen... hvítblettaveiki er þegar það eru hvítir blettir á fiskunum, ca jafn stórir og saltkorn útum allt.
Mikill munur og mismunandi lyf sem höndla þetta
Fínt ef þú getur tekið mynd af þessu.
Hvort sem þetta er, þá borgar sig að skipta um amk 50% af vatninu, þetta er oft útaf lélegum vatnsgæðum.
Ég skipti um 20% af vatninu í gær, og ég sá þetta í morgun.. Ég er búin að reyna að taka mynd en ég á bara ekki nógu góða vél til að ná close uppi af þessu
Í Gustavberginn með hana bara, ég hef fengið þennan óþverra í guppy og þeim er ekki bjargað enda ástæðulaust að púkka upp á einn veikan fisk og hætta á að smita hina og enn minni ástæða að eyða í lyf sem kostar meira en fiskurinn.
Óþverrinn lýsir sér eins og það sem þú talar um og er sennilega costia á lokastigi, Þetta hefur nánast alltaf dregið guppy til dauða hjá mér, þeir sem lifa verða aldrei annað en krYpplingar eftir lyfjameðferðina.
Ég sá smá svona stóra skellu á platy kallinum mínum en það hvarf bara og ekkert vesen. Þau eru bæði búin að vera voða hress, hreyfa sig mikið og hafa eðlilega matarlyst, ekkert óeðlilegt við þau..