Artemía er sennilega besta fóður sem þú getur gefið seiðum af öllum gerðum.
Þetta eru lítil krabbadýr sem klekjast út í saltvatni og lifa í nokkra klukkutíma í ferskvatni.
Seiðunum eru gefin artemían þegar hún er nýklakin, en það er líka möguleiki að ala hana uppí rúmlega 10mm og gefa öllum fiskum
Artemía
Það eru til hellingur af aðferðum við að klekja út artemíu og ég ætla að sýna eina mjög einfalda.
Það sem þú þarft er
Tvær 2. lítra flöskur
Góðann dúkahníf eða skæri
borvél
loftslöngu
loftdælu
gróft kötlusalt
artemíuegg
Þú byrjar á því að skera/klippa botninn af fyrri flöskunni og hina flöskuna skerðu sirka í helming.
Borvélina notarðu til að bora gat í tappann. Gatið á að vera örlítið minna en slangan sem þú notar svo að vatnið leki ekki úr flöskunni.
Svo er slöngunni troðið í gegnum tappann og skrúfað á flöskustútinn aftur.
Þvínæst skaltu stinga gat á botnstykkið sem þú getur þrætt slönguna í gegnum.
Svo hvolfiru toppstykkinu ofan í botnstykkið og passar uppá að það komi ekki brot í slönguna.
Þá lítur þetta svona út.
Í þetta seturðu líter af vatni, matskeið af salti og ca teskeið af artemíueggjum.
Tengir þetta við loftdælu og setur í gang, best er að hafa slönguna bara hreina s.s. engann loftstein.
Klakið tekur rúmlega sólarhring eða svo.
Kem svo kannski inná það hvernig best er að gefa hana þegar þetta klekst út hjá mér
Hvernig klekja skal artemíu
Moderators: Vargur, Andri Pogo
Re: Hvernig klekja skal artemíu
mig langar til að prófa en ég finn ekki egg... (er ekki búin að fara í búðirnar bara skoða síðurnar)
fann á síðunni hjá trítlu en þegar ég kom á staðinn var bara verið að vinna í að loka henni...
hvar kaupið þið?
fann á síðunni hjá trítlu en þegar ég kom á staðinn var bara verið að vinna í að loka henni...
hvar kaupið þið?
Re: Hvernig klekja skal artemíu
Fiskó átti þetta síðast þegar ég keypti
Re: Hvernig klekja skal artemíu
Ég á til artemiu egg, 100 gr á kr. 2.500.-