Það er nokkuð stórt Eheim/MP fiskabúr á elliheimilinu þar sem amma og afi eru. Þegar ég kíkti við í dag þá voru 4 skallar eftir í búrinu, og allir búnir að parast. Bæði pörin voru með seiðum. Ég smellti af vídjó, en var bara með símann sem er algjört crap..
Eins og sést þá annast þau seiðin mjög vel, sem kemur á óvart. Þýðir að þau eru sennilega búin að reyna nokkrum sinnum. Voru fleiri skallar í búrinu, en hafa sennilega verið drepnir í hrygningarlátunum. Verð að viðurkenna að þetta fær mig til að vilja fá mér skalla aftur!