sýking í búri
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
sýking í búri
Komið sæl.
Ég er með bú þar sem ég var með slatta af molly, 2 SAE, 2 anchistrur og 2 albinoa ryksugur.
Það byrjaði að drepast einn og einn fiskur, horast niður og drepast, en síðustu viku hafa drápin verið frekar ör. það er eftir í búrinu 1 SAE,2 Molly og albinoa riksugurnar. Er einhver séns að ég geti tekið SAE fiskin og ryksugurnar úr búrinu og sett í annað búr, þrifið svo þetta búr og sett á aftur í það eftir c.a. viku eða er sýkingin alltaf til staðar í fiskunum og lítill tilgangur í að vera að geyma þessa eitthvað sérstaklega?
Er búinn að prófa nokkrar umferðir að tvennskonar lyfjum en án árangurs.
kv.
Fiasko
Ég er með bú þar sem ég var með slatta af molly, 2 SAE, 2 anchistrur og 2 albinoa ryksugur.
Það byrjaði að drepast einn og einn fiskur, horast niður og drepast, en síðustu viku hafa drápin verið frekar ör. það er eftir í búrinu 1 SAE,2 Molly og albinoa riksugurnar. Er einhver séns að ég geti tekið SAE fiskin og ryksugurnar úr búrinu og sett í annað búr, þrifið svo þetta búr og sett á aftur í það eftir c.a. viku eða er sýkingin alltaf til staðar í fiskunum og lítill tilgangur í að vera að geyma þessa eitthvað sérstaklega?
Er búinn að prófa nokkrar umferðir að tvennskonar lyfjum en án árangurs.
kv.
Fiasko
tilraunir með lyf gera oftast bara vont verra
flest lyf drepa bakteríuflóruna í búrinu og síðan eru ýmis efni í lyfjunum sem í of miklu magni geta verið verri en veikin sem fyrir var ef það voru þá bara ekki vatnsgæðin í upphafi sem voru léleg
ps. Hugsaðu þetta svona
ef þú verður veikur ætlar þú þá að prufa nokkrar umferðir af mismunandi lyfjum til að athuga hvort þér líði betur
ég mæli ekki með því
flest lyf drepa bakteríuflóruna í búrinu og síðan eru ýmis efni í lyfjunum sem í of miklu magni geta verið verri en veikin sem fyrir var ef það voru þá bara ekki vatnsgæðin í upphafi sem voru léleg
ps. Hugsaðu þetta svona
ef þú verður veikur ætlar þú þá að prufa nokkrar umferðir af mismunandi lyfjum til að athuga hvort þér líði betur
ég mæli ekki með því
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
starfsfólk í versunum er oftast fljótt til að mæla með lyfjum án þess að hafa hugmynd um hvað er að angra fiskana.
Mér þykir líklegt að þetta sé svokölluð wasting disease sem er innvortis bakteríu sýking, til að að drepa hana þarf lyf sem gagnast við innvortis sýkingu og fiskurinn þarf að éta lyfið.
Þetta virðist blunda í fiskum og kemur oftast upp í þrengslum en með því að slátra miskunarlaust fiskum sem sýna einkenni hef ég náð að hefta þetta.
Mér þykir líklegt að þetta sé svokölluð wasting disease sem er innvortis bakteríu sýking, til að að drepa hana þarf lyf sem gagnast við innvortis sýkingu og fiskurinn þarf að éta lyfið.
Þetta virðist blunda í fiskum og kemur oftast upp í þrengslum en með því að slátra miskunarlaust fiskum sem sýna einkenni hef ég náð að hefta þetta.
Eftir mikinn lestur á sínum tíma og umræður við ýmsa sérfræðinga, þá var talið líklegast að um Costía sýkingu væri að ræða, og trúlega hefur hún komið í SAE fisk sem við keyptum og drapst langfyrst.
Öll meðferð sem við höfum notað hefur einnig verið eftir ráðleggingum m.a. sérfræðinga héðan af spjallborðinu og að sjálfsögðu höfum við ekki verið að gefa þessi lyf samtímis eða beint í framhaldi af hvort öðru. Við tókum tvö kúra með Contraspot en eftir tveggja mánaða hlé og ekkert lagaðist prófuðum við hitt lyfið.
En það sem við erum aðallaega að spá er hvort SAE og albinóarnir okkar séu dauðadæmdir og sýkingin blundi í þeim. Eða hvort það geti verið ef við tökum þá frá og hreinsum búrið og setjum það aftur upp hvort þeir beri sýkinguna með sér og þar af leiðandi endar allt í sama farinu?
kv.Fíaskó
Öll meðferð sem við höfum notað hefur einnig verið eftir ráðleggingum m.a. sérfræðinga héðan af spjallborðinu og að sjálfsögðu höfum við ekki verið að gefa þessi lyf samtímis eða beint í framhaldi af hvort öðru. Við tókum tvö kúra með Contraspot en eftir tveggja mánaða hlé og ekkert lagaðist prófuðum við hitt lyfið.
En það sem við erum aðallaega að spá er hvort SAE og albinóarnir okkar séu dauðadæmdir og sýkingin blundi í þeim. Eða hvort það geti verið ef við tökum þá frá og hreinsum búrið og setjum það aftur upp hvort þeir beri sýkinguna með sér og þar af leiðandi endar allt í sama farinu?
kv.Fíaskó
Ef þú ert með sjúkdóm í búrinu þá eru líkur að hann sé í fiskunum þannig að hreinsun á búrinu væri til lítils þótt auðvitað sé gott að sjúga upp úr sandi og gera vatnsskifti
þú sagðir að þú værir með tetra test hvað mælir það ?
þú sagðir að þú værir með tetra test hvað mælir það ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða