Tveir gúbbýjar dauðir. Vonandi ekki vegna kvenmannsleysis?
Fann hálfgerða beinagrind af þeim eftir mikla leit. Reyndar sá ég áður en ég fann þann seinni að það var partý hjá sniglunum á ákveðnum stað í búrinu. Við nánari athugun lá þar skjannahvítur gúbbý, eiginlega bara beinagrindin af honum.
Sniglarnir eru sprækir og pattaralegir- kannski drápu þeir gúbbýana
En mér finnst þeir vera ansi gráðugir á vallisneriurnar mínar. Hélt að þeir ætu bara þörunga en ekki gróðurinn sjálfan?
Búin að bæta við 10 nenon-tetrum og ætla mér að fá 1 platy í nánustu framtíð.
Brúsknefurinn er ca 10 cm . Vona að ég sé ekki að sprengja búrið!
Kom mér á óvart hvað neon tetrunar eru sprækar og gráðugar á matmálstímum. Hélt fyrst að ég þyrfti að mylja flögurnar í míkróstærð til að þær gætu borðað þær

En þær sjúga kröftulega stærstu flögurnar upp í sig með látum. Botnfóðrið sjúga þær líka og rembast eins og rjúpan við staurinn að éta það. Hinir fiskarnir eru heppnir að ná einhverju!