**Elmu búr**

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já, þeir eru æðislegir :)

var að setja upp þetta búr
Image
130L búr

Innrétting: fínn sandur, steinar og hraun, og plastgróður (sem er algjört tabú fyrir mér) en peran fyrir ofan búrið bíður ekki upp á annað. En það er einhver smá Anubias á rótinni og java mosi, harðgerðar plöntur sem þurfa ekki mikið ljós.
Henti nokkrum eplasniglum ofaní.. en ég bara hef ekki ákveðið hvað ég á að hafa í því :? langar að hafa þetta sem rækjuparadís eða setja bara einhverja gotfiska í það eða 2 litla skalla sem ég á... úff... veit ekki...

en hérna eru nokkrar myndir af rækjunum mínum.. :D

Image
ein af grænu rækjunum mínum með hrogn

Image
ein tígris rækjan að borða eitthvað djúsí

Image
græn rækja, líklega karlrækja

Image
græn rækja, með hrogn

núna eru tvær tigris rækjur og tvær grænar rækjur með hrogn. Allt að ske, hlakka til að sjá litla rækjugríslínga út um allt :D
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Lindared wrote:Image
ekki rosalega góð mynd, en skemmtileg engu að síður. Tveir dvergar að sýna sig fyrir hvorum öðrum og stór endler kvk að skoða hvað er í gangi.
Ég gleymdi alveg að skoða þessa í gær.
Rosalega flottir.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já, þeir eru voðalega flottir.

Jæja.. smá fréttir, fékk mér nokkra fiska í dag..

Image
Long fin M.Ramirezi og Corydoras Julii

Image
Nærmynd af einum Long fin Ramirezi. (svolítið tættur eftir ferðalagið)

Fékk mér sem sagt 5stk Long fin ramirezi, 4stk Corydoras Julii og 2stk Corydoras panda.

allir hressir og jafnvel byrjaðir að kroppa aðeins í matinn (7.9.13)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Fiskurinn
Posts: 271
Joined: 11 Jun 2007, 12:37

Post by Fiskurinn »

og kanski pínu white spot með sem kaupauki 8)
Sportið snýst um vatn, Heldurðu vatninu góðu,þá heldurðu lífi í vatninu..!
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hlakka til að sjá þessa long fin ram í fullum litum :D
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Fiskurinn: bara fylgifiskur langs ferðalags sem vonandi lagast fljótt í góðu íslensku vatni :) það eru bara þessir þrír blettir.

henry: já, hlakka líka til :D verð bara að skoða myndir af netinu þangað til. En þeir sýna samt þokkalega liti,samt enn pínu stressaðir.

gleymdi að setja þessa mynd með áðan
Image
C.Julii

C. panda er aðeins feimnari og það er erfiðari að ná myndum af honum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flottir ramirezi. frekar stuttir líka en engu síður mjög flottir.
c. Julii eru líka flottir.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

C.Julii eru bara flottir 8) gaman að eiga þá loksins, hef líka beðið lengi eftir long fin.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þá er stóra tígris rækjan búin að sleppa gríslingunum sínum lausum :mrgreen: sá allavega fjóra gríslinga áðan (hún sleppti þeim sem sagt í gærnótt)

> Rækjur sem eru með hrogn undir sér, eru: 1x tigris rækja og 3x grænar :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

nokkrar myndir og breytingar :shock:

Image
glæný mynd af rækjubúrinu, alveg óbreytt reyndar, densan búin að stækka allavega :)

þetta búr reyndar breyttist töluvert áðan...
Image
alveg nakið bara :shock: tók helling af plöntum (finnst mér)

Image
og plönturnar enduðu hérna! :P setti rót í búrið, aðeins meiri sand og gróðursetti tvö sverð og afganginn af sessiliflora. Þarf bara að redda mér betri perum..
og svo ein mynd af guppunum í bónus
Image
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott! Alltaf gaman að fá myndir frá þér.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

skalega flottur þessi rauði guppy kall.
kristinn.
-----------
215l
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

jæja, þá hafa allar nema ein fiðrildasíklíða gefið upp öndina og farnar yfir vötnin miklu...

:væla:

:reiður:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Samhryggist, veit hvernig tilfinning þetta er! Ótrúlega viðkvæmir fiskar eitthvað. Það hefur ekkert komið upp í búrinu eftir að fiðrildin mín fóru, þó ég gerði ekki neitt við búrið. Virðist bara hafa verið eitthvað spes fiðrilda keis..
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

:væla:

takk, er alveg ótrúlega sár.. en humrarnir fengu þó mat... :?

þessi seinasta fiðrildasíklíða sem ég sé er jafnvel að drepast.. :evil:

&%#$$%&//( bömmer

jæja.. draumurinn varði aðeins rétt svo viku...
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Leiðinlegt að heyra. En þú getur alltaf reynt aftur, það er bjútíið við þetta hobby. :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Post by MaggaN »

Þetta afbrigði er örugglega bara eitthvað extra viðkvæmt. Ég hef aldrei séð svona stutta ramirezi, finnst þeir flottari "original" . Það er alltaf spæling þegar maður missir fiska, sérstaklega þegar maður er viss um að allt sé í lagi í búrinu. Gengur betur næst.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

MaggaN wrote:Þetta afbrigði er örugglega bara eitthvað extra viðkvæmt. Ég hef aldrei séð svona stutta ramirezi, finnst þeir flottari "original" . Það er alltaf spæling þegar maður missir fiska, sérstaklega þegar maður er viss um að allt sé í lagi í búrinu. Gengur betur næst.
Síkliðan wrote:Leiðinlegt að heyra. En þú getur alltaf reynt aftur, það er bjútíið við þetta hobby. :)
magga: ég get fullvissað þig um að allt er í góðu lagi í búrinu. :) Hef heldur ekki séð svona stutta ram. Þeir hafa bara ekki þolað flutninginn, jafnvel verið eitthvað veikir. Drápust allir með stuttu millibili. Ferlega fúlt.

Síklíðan: nei, ég ætla ekki að reyna aftur.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Karen98
Posts: 138
Joined: 05 Oct 2009, 15:25

sniglar

Post by Karen98 »

Hææj
Er gaman að eiga snigla og hvað borða þeir og svona ??
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þeir borða bara allt sem þeir finna. Og já það getur alveg verið skemmtilegt að eiga (epla)snigla, alltaf að gera eitthvað sniglastuff.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Image
tómlega 130L búrið mitt.. samt er að verða skárra útlitslega séð :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Flott búr. Hvað er það hátt? Væri gaman nefnilega að sjá skalla í þessu umhverfi ;)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

takk :)

Það er svona 5-7cm hærra en 2L pepsi flasa. Fann ekki málmband :) en ætla ekki að hafa skalla í því. Á tvo litla skalla en langar að ná undan gúppunum, þannig að gýppyarnir og coryarnir verða þarna í bili. Kannski set ég í það platy.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Karen98
Posts: 138
Joined: 05 Oct 2009, 15:25

Post by Karen98 »

hææj
hvað er regluleg fæða snigla ?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

eins og ég sagði fyrir ofan þá éta þeir bara allt sem þeir finna, en ef ég á að fara eitthvað nánar út í það hvað það er þá er það t.d fiskafóður, dauðir fiskar, þörungur, rotnandi plöntuleifar og gúrkur.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

kominn tími á myndir.. :)

Image
yfirlitsmynd úr 130L búrinu. Reyndi að ná öllum fiskunum á eina mynd, en þarna sést allavega 5x corydoras julii
(eiga að vera sex)
1xcorydoras panda (eiga að vera tvær)
2xSchistura sp. "Crimson" og 6xguppy.

ein mynd úr öðru 130L búri sem tanganyika síklíður eru í
Image
brichardi með nokkur seiði

tvær myndir úr 75L búrinu þar sem er par af kuðungasíklíðum
Image
karlinn

Image
kerlingin

og síðan tvær úr rækjubúrinu
Image
sést örugglega ekki en það eru nokkrar rækjur þarna

Image
ein tígrisrækjan - fer fljótlega að sleppa krílunum sínum..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Flott :)
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Fallegar myndir...
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Takk, takk :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

jæja.. ég fékk mér nokkrar plöntur í dag og breytti 125L búrinu mínu :)
voða voða gaman!!

Fyrir
Image

Eftir
Image
plönturnar sem ég fékk mér eru
Cryptocoryne wendtii (green) (vinstra megin, fremst)
Anubias nana (vinstra megin, í miðjunni)
Echinodorus 'Rose' (Vinstra megin, aftast)
Chlorophytum bichetii (hægra megin, aftast)

tók upp úr vallisneriuna og tíu mínutum síðar var ég eitthvað að skoða hana, sá eitthvað brúnt rótarknippi og tók það upp, þá voru það ekki rætur, heldur greyið Banjóinn!
Setti hann í búrið og hann var allt í lagi, sést á myndinni fyrir miðju :)
Það má eiginlega fara að kalla þetta gróðurbúr :mrgreen:
Held að það séu tólf tegundir af plöntum í búrinu.
Last edited by Elma on 13 Nov 2009, 12:45, edited 1 time in total.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply