Sæl öll. Ég er búin að vera að skoða þennan frábæra vef að undanförnu og hef lært heilmikið. Ég er algjör byrjandi í fiskabúraeign en er að læra. Þannig er mál með vexti að börnin mín fengu gefins búr (ca 20L) og í því voru 3 fiskar. 2 "venjulegir" gullfiskar, frekar stórir (ca 15 cm á lengd) annar þeirra er hvítleitur og hinn er appelsínugulur. Með þeim var svo eitt stykki "gullfiskur" (var okkur sagt) hann er blár á litinn og með skúffu (á "munninum") og ca helmingi minni enn hinir tveir. Þeir lifðu þarna í sátt og samlyndi í búrinu sínu og við gáfum þeim of mikið að borða (byrjendamistök), þeir virkuðu alltaf svangir. Það er óhætt að segja að þeir taka mann á sálfræðinni.
Allavega. Við keyptum síðan stærra búr handa þeim eftir að hafa lesið á síðunni hér að þetta væri of lítið. Keyptum 54L búr með dælu og ljósi og öllu heila klabbinu. Og krakkarnir fengu sér 2 litlar "Gullfiskafeitabollur".
Og þá var allt vitlaust. Blái fiskurinn fór að leggja þessa tvo stóru í einelti og fór að kroppa í þá á fullu. Þessir stóru virkuðu smeykir og syntu í ofboði í burtu frá þessum bláa. (hann lét þessa litlu alveg í friði). Þannig að við tókum þann bláa úr búrinu og þá virtist allt róa sig aðeins. En nú er hann bara einn í búri og við vitum ekki hvort það er óhætt að setja hann með hinum.
Þetta varð frekar langt, enn spurningin er... Getur þessi blái slasað/hrætt/gert hinum eitthvað illt??? þeir virkuðu stressaðir með hann í stóra búrinu. Þetta er frekar mikið vandamál, því krakkarnir vilja auðvitað ekki missa þann bláa
Þannig að nú spyr ég ykkur fiskafróða fólk, hvað á ég að gera við þann bláa og er þetta gullfiskur???
Endilega látið ljós ykkar skína til að hjálpa mér.
http://www.fishfiles.net/up/0910/ic4j7 ... arkus2.JPG
"Árásargullfiskur"
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
"Árásargullfiskur"
Last edited by tigri on 21 Oct 2009, 13:05, edited 1 time in total.
Nei hann er ekkert líkur þessum. Ég skal reyna að setja inn mynd af honum. Er búin að leita um allt á netinu að svona fiski en hef ekki fundið hann. Hann er eiginlega bara alveg eins í laginu og hinir stóru fiskarnir og ekkert með neinar blæjur eða slæður heldur bara mjög "basic" í laginu. En svo er "munnurinn" á honum með skúffu. S.s. neðri vörin kemur upp f. efri vörina. Mjög mikill karakter.prien wrote:Er þessi blái svipaður þessum?
En allavega þá ætla ég að reyna að skella inn mynd af greyinu mínu.
allright.. þetta er nú bara svartur sverðdragari. Ætti að vera nokkuð meinlaus, en sverðdragarar hafa þónokkuð skap, en ætti ekki að valda neinum líkamlegum skaða á stærri fiskum, eltir þá bara í einhverju pirrings skapi. Þetta er gotfiskur sem lifir á grænmetisfóðri.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Ok Takk f. þetta.Lindared wrote:allright.. þetta er nú bara svartur sverðdragari. Ætti að vera nokkuð meinlaus, en sverðdragarar hafa þónokkuð skap, en ætti ekki að valda neinum líkamlegum skaða á stærri fiskum, eltir þá bara í einhverju pirrings skapi. Þetta er gotfiskur sem lifir á grænmetisfóðri.
Ágiskun mín um að þetta væri ekki gullfiskur var sem sagt rétt. Hvað á hann þá að fá að borða? Eru gullfiskaflögur ekki réttar f. hann. Og er hægt að gefa honum venjulegt grænmeti?????
Þakka kærlega skjót og góð svör
Nú er ég voða happý.
´tigri wrote:Ok Takk f. þetta.Lindared wrote:allright.. þetta er nú bara svartur sverðdragari. Ætti að vera nokkuð meinlaus, en sverðdragarar hafa þónokkuð skap, en ætti ekki að valda neinum líkamlegum skaða á stærri fiskum, eltir þá bara í einhverju pirrings skapi. Þetta er gotfiskur sem lifir á grænmetisfóðri.
Ágiskun mín um að þetta væri ekki gullfiskur var sem sagt rétt. Hvað á hann þá að fá að borða? Eru gullfiskaflögur ekki réttar f. hann. Og er hægt að gefa honum venjulegt grænmeti?????
Þakka kærlega skjót og góð svör
Nú er ég voða happý.
og það er rétt að hann ætti að heita markús, enda er þetta karlfiskur.
Hann getur alveg étið gullfiskaflögurnar en mæli samt ekki með að gefa gullfiskum fljótandi fóður, heldur fóður sem sekkur. Gullfiskar þjást yfirleitt af sundmagaveiki, sem virkar þannig að gullfiskurinn gleypir of mikið loft við að borða af yfirborðinu og fyllist af lofti og á endanum getur hann ekki synt heldur flýtur bara. Mæli síðan með Tetra Pro vegtable fyrir sverðdragarann (og gullfiskana) getur séð fóður sem Vargurinn er að selja hérna http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=3005 og lesið um þau og fræðst.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
svo væri ekki vitlaust að kaupa handa honum tvær til þrjár sverðdragara kerlur svo hann hafi eitthvað annað að elta heldur en gullfiskana.
vil samt bæta því við að ég hef aldrei verið neitt hrifin af því að blanda saman gullfiskum saman við hitabeltisfiska.
passaðu síðan að gefa ekki of mikið í búrið, tvisvar á dag er alveg nóg. Fiskar eru miklir tækifærissinnar og geta étið á sig gat, þó að þeir séu ekki svangir en þeir virka alltaf svangir.
Svo skipta allavega um 30-50% af vatni á viku fresti. Gullfiskar eru svo miklir sóðar og skíta ferlega mikið, ör vatnsskipti ættu að halda öllu góðu.
vil samt bæta því við að ég hef aldrei verið neitt hrifin af því að blanda saman gullfiskum saman við hitabeltisfiska.
passaðu síðan að gefa ekki of mikið í búrið, tvisvar á dag er alveg nóg. Fiskar eru miklir tækifærissinnar og geta étið á sig gat, þó að þeir séu ekki svangir en þeir virka alltaf svangir.
Svo skipta allavega um 30-50% af vatni á viku fresti. Gullfiskar eru svo miklir sóðar og skíta ferlega mikið, ör vatnsskipti ættu að halda öllu góðu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L