fjöldi í búri

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Óskin
Posts: 6
Joined: 18 Oct 2009, 00:08

fjöldi í búri

Post by Óskin »

Ég var að fá mér 48 L búr og var að pæla hvað er æskilegur fjöldi? ég er með svo margar tegundir á óskalistanum að ég er strax farin að halda að ég þurfi stærra búr :lol:
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Fer eftir stærð svona helst, t.d hægt að hafa fleiri litla fiska en "stóra" ("" af því að það geta ekki verið stórir fiskar í þessu búri :P)

en hvaða fiska ertu með í huga? svona svo maður sjái hvort þú sért á réttri braut með val eða með alveg kolrangar tegundir sem passa ekki í þetta búr :)
200L Green terror búr
Óskin
Posts: 6
Joined: 18 Oct 2009, 00:08

Post by Óskin »

Ég geri mér alveg grein fyrir stærð búrsins og ætla nú ekki út í neitt stórt.
Var bara að hugsa um 5 neonfiska, 3 svarttetrur svo langar mig í kossagúrama og þá bara 2 því þeir stækka hratt en kosturinn við þá er að þeir verða ekki stærri heldur en búrið "leyfir".
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Óskin wrote:Ég geri mér alveg grein fyrir stærð búrsins og ætla nú ekki út í neitt stórt.
Var bara að hugsa um 5 neonfiska, 3 svarttetrur svo langar mig í kossagúrama og þá bara 2 því þeir stækka hratt en kosturinn við þá er að þeir verða ekki stærri heldur en búrið "leyfir".
hvar heyrðuru að þeir verði ekki stærri heldur en búrið "leyfir"?? það er algjört rugl. Svo er 48L búr allt of lítið fyrir kossagúrama, þetta verða þónokkuð stórir fiskar.
Myndi hugsa málið aðeins betur. :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Óskin wrote:Ég geri mér alveg grein fyrir stærð búrsins og ætla nú ekki út í neitt stórt.
Var bara að hugsa um 5 neonfiska, 3 svarttetrur svo langar mig í kossagúrama og þá bara 2 því þeir stækka hratt en kosturinn við þá er að þeir verða ekki stærri heldur en búrið "leyfir".
Kossagúramar vera of stórir eins og linda segir, ég sá nokkra allavega 10cm eintök í dýraríkunu miðhrauni.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply