
Lasin fisku
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Lasin fisku
Hæhæ ég er alveg ný í fiskaæðinu. Þannig er mál eð vexti að ég skrapp í ferðalag i 5 daga og vinkona mín passaði fiska dúllurnar mínar, ég á 2 slæðusporða og 2 bardagafiska. Þegar ég kom heim var annar slæðusporðurinn dauður og hinn á að vera alveg hvítur en hann er eldrauður á nefinu og upp á haus. Getið þið sagt mér hvað er að honum og hvernig ég get hjálpað honum 

ertu búin að skipta um vatn síðan þú komst heim? Myndi skipta strax um 50-70%. Vinkonan hefur eflaust gefið þeim of mikið að borða og slæðusporðurinn þinn þjáist af lélegum vatnsgæðum, hef séð þetta áður gerast við gullfiska. En hann gæti jafnvel verið með eitthvað verra í sér eins og bakteríusýkingu en þetta hljómar eins og léleg vatnsgæði.
Ertu með tvo kk bardagafiska saman eða tvær kvk eða par? Það er í lagi að hafa tvær kvk saman en hitt er alveg off, kk bardagafiskur á eftir að drepa annan kk og jafnvel kvk. Einn kk er allt í lagi eða þá tvær kvk saman.
Ertu með tvo kk bardagafiska saman eða tvær kvk eða par? Það er í lagi að hafa tvær kvk saman en hitt er alveg off, kk bardagafiskur á eftir að drepa annan kk og jafnvel kvk. Einn kk er allt í lagi eða þá tvær kvk saman.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
- lilja karen
- Posts: 536
- Joined: 14 Oct 2007, 21:21
- Location: Akureyri. 17 ára
Í rauninni með vatnsgæði fer eftir búrstærð.. ef þú ert með fiskabúr í minni kanntinum þá þarf oftar að skipa um vatn vegna þess þá eru fiskarnir mun fljótari að menga vatnið. Sjálf skipti ég um 40-50% vatn hverja viku. Það besta sem í rauninna er hægt að gera er að passa mjög vel uppa vatnsgæðin og að vera dugleg við að skipta reglulega um vatn heldur en að vera brasa með eh lyf og passa að ofgefa ekki því þá safnast eiturefni í búrið sem drepur fiskana.
Já ok, ég setti hann í nýtt vatn að hann er allur að koma til. Farinn að synda mikið meira og heilsa mér. Ég er með einn kk bardagafisk og eina kvk. Buin að eiga þau öll saman í búri í 5mán og allir rosagóðir vinir. Allavega vinkona mín er ekki vön fiskum en ég ég sýndi henni magnið sem þeir eru vanir að borða
Já ég veit þetta er frekar lítið, en strákur sem vinnur i fiskabúð sagði við mig að riksugan gæti alveg verið í kúlu. Allavega á meðan hún væri svona lítil. En jam það er planið að fámér stærra búr og helst MÖRG stór búr hehehe En takk allir fyrir svörin ykkar, þetta á sko eftir aðhjálpa mér
Nýkomin með fiskadellu á háu stigi
myndi nú ekki taka öllu sem satt og rétt sem einhver segir við þig í dýrabúð. Afgreiðslufólk segir yfirleitt hvað sem er "þessi fiskur getur alveg verið í búrinu þínu" "þessi tegund passar alveg með því sem þú ert með" "þessi verður ekkert of stór fyrir búrið þitt" "þessi stækkar bara eftir því hvað búrið er stórt" "þú þarft ekkert að skipta um vatn ef þú kaupir þessa hreinsidælu" og fleira álíka hefur maður heyrt sem er bara algjörlega út úr kú. Myndi frekar treysta því sem maður heyrir hérna á spjallinu, því að hérna er fólk sem flest hefur margra ára reynslu af fiskum og fiskar eru áhugamál númer eitt, tvo og þrjú. Þannig að ef einhver hérna segir að einhver fiskur á ekki heima í kúlubúri, ekki efast um að það sé ekki rétt.Kúla wrote:Já ég veit þetta er frekar lítið, en strákur sem vinnur i fiskabúð sagði við mig að riksugan gæti alveg verið í kúlu. Allavega á meðan hún væri svona lítil. En jam það er planið að fámér stærra búr og helst MÖRG stór búr hehehe En takk allir fyrir svörin ykkar, þetta á sko eftir aðhjálpa mér
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L