Tvö Juwel til sölu (160 og 110 l.)

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Tvö Juwel til sölu (160 og 110 l.)

Post by Vargur »

Ég þarf sennilegast aðeins að rýma til í eldhúsinu þar sem konan er farin að passa börn og plássleysi hrjáir hana. Því eru tvö búr til sölu.

Annað er Juwel Rekord 160.
Búrið er með lok og ljós af Rio búri sem er mun þægilegra lok og auðveldar alla vinnu mikið.
2x30 w ljós með nýjum perum og speglum.
Innbyggð hreinsidæla með stærra poweheadi sem dælir 600 l/klst í stað 400 l/klst sem er orginal í búrinu.
200 W hitari fylgir búrinu.
Málin eru 101 x 41 x 46 cm
Ég er frekar grimmur á verðinu vegna þessara aukahluta og set 30.000.- á gripinn.

Hitt búrið er Juwel Rekord 110.
Búrinu fylgir allur búnaður.
Image
Nánari uppl. hér.
http://www.juwel-aquarium.de/en/rekord.htm?cat=16
Verðið er 20.000.-

Bæði búrin eru einungis nokkura mánaða gömul og sér ekki á þeim.
Uumsemjanleg greiðslukjör.
Last edited by Vargur on 14 Aug 2007, 20:29, edited 2 times in total.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Mig dauðlangar í stærra búrið... kemur skápurinn með því eins og er á síðunni sem þú linkar í?

Ég reyndar var að ganga frá kaupum á íbúð og myndi því ekki vilja starta búrinu fyrr en ég er fluttur svo að ég myndi ekki gera tilboð fyrr en ég er búinn með það.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skápur er ekki með en ég á ræfilsborð sem er undir búrinu núna og það má fylgja. Skápurinn er reyndar til í fiskabur.is og kostar 15.900.- ef ég man rétt.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég verð víst að rýma til í eldhúsinu og þessi búr eru bæði komin aftur á markaðinn. :x
User avatar
brutus
Posts: 23
Joined: 12 Aug 2007, 23:13

Post by brutus »

Sæll,
Áttu mynd af 160 lítra búrinu? Er það í notkun eða tómt? Er hitarinn innbyggður í dæluna? Eitthvað meira sem fylgir með, sandur, bakgrunnur eða þess háttar?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

http://www.juwel-aquarium.de/en/rekord.htm?cat=18
Búrið lítur svona út, nema hvað það er með lok eins og Rio búrin.
Hitarinn er ekki innbyggður( ?) en er staðsettur í innbyggðu dælunni.
Juwel steinabakgrunnur (plakat) er á búrinu og fylgir ásamt mölinni sem er í búrinu.
Búrið er í notkun.
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Hmmm, þetta hljómar nú ansi spennandi :rosabros:

Það þarf s.s. ekki að kaupa einhverja tunnudælu (sém ég hef aldrei séð) og borga fyrir hönd og fót með þessu 160l búri? Bara allt reddí og vantar bara gróður, vatn og fiska og kannski steina?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það má segja það, ég get reyndar látið eitthvað af gróðri með og jafnvel slatta af vatni. :)
Hugsanlega líka eitthvað af fiskum fyrir lítið ef þeir samræmast áhuga kaupanda.
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Heyrðu, mig langar nú alveg ægilega mikið í það...

Hvenær varstu að hugsa um að losa það? Ég er geim, en ekki fyrr en eftir helgi. 30 kall er ágætt verð fyrir svona pakka mundi ég halda. Þá er bara að föndra borð undir!

Hvað varðar fiska, þá langar mig í flotta fiska sem eru ekki í stöðugum árásum... ég hef ekki taugar í það :alki: Svo vil ég ekki hafa þá svona riiiisastóra, helst ekki stærri en ca 8 - 10 cm

Auðvitað finnst mér svona afrískar eða amerískar síkliður rosa flottar, en miðað við umræðurnar hérna um búr spjallverja þá hef ég ekki taugar í árasir og umsátursástand, eins og þeir eru fallegir.

Hvað verða dvergsíkliður stórar?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég losa það bara þegar einhver vill kaupa, er ekki bara málið að líta á gripinn og ef allt er eins og á að vera þá tæmi ég það bara á 7 mínútum og þú ferð með það.

Dvergsikliður eri þetta 5-10 cm eftir tegundum, spurningar um fiska osf eiga kannski betur heima annarsstaðar á spjallinu. :)
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

OK, líst bara vel á, búin að bera þetta undir hinn helminginn og undirtektir voru góðar :D hvar er hægt að skoða/kaupa? Morgundagurinn er alveg ferlegur hjá mér, og föstudagurinn líka. Helgin er undirlögð afmælishaldi þannig að eftir helgi hentar mér best.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Grafarvogur er málið og hvenær sem er eftir kl 19 hentar ágætlega.
Sendu mér bara EP þegar dagurinn er klár.
Post Reply