Karen wrote:Mér var nú sagt í dag í Dýraríkinu, að ég gæti verið með 4 óskara í þessu búri, vildi bara fá það staðfest hér, en maður veit svosem aldrei hvað maður heyrir frá þessum blessuðu dýrabúðum.

Held að Dýraríkis menn séu meira að spá í að selja fleiri fiska en ekki að spá í hvað fiskum hentar :S ,maður heyrir svo oft algjöra vitleysu frá þeim og treysti ég engu sem þeir láta út úr sér. Fer frekar og afla mér upplýsinga á netinu
En nafnið á þessum þræði ætti að vera 1 óskar í 245L búri og engir búrfélagar
Er með einn óskar og 3 polypterusa í 400L búri, en óskarinn er enn frekar lítill en ég myndi aldrei troða honum í t.d 180L búrið mitt þó hann sé enn svona lítill, þetta verða svo hrikalega stórir fiskar. Ef maður horfir á youtube myndbönd á netinu af fullvöxnum óskurum þá sér maður að maður á ekki að setja þá í minna en 400L finnst mér :S verða svo svakala þykkir og langir að þeir geta örugglega lítið hreyft sig í minna búri.
En maður hefur heyrt sögur af óskurum sem taka plegga, ég er með einn hjá mínum óskar sem er reyndar stærri en óskarinn enn sem komið er

, og hefur ekki verið vandamál, eins er ég með einn ropefish en þessi óskar étur svo hrikalega mikið að þegar hann stækkar meira þá gæti litla ancistran (sem er þarna líka) og ropefishinn verið í hættu. Þessir fiskar éta og éta og stækka eftir því

minn er örugglega búinn að fjórfaldast á 2 mánuðum :O. Hann er líka ekki með neina samkeppni og fær því mikið að borða

og varla hægt að komast hjá því, maður er búin að gefa honum alveg helling og ætlar svo að gefa hinum fiskunum en hann tekur helminginn af því líka

.
En já 1 óskar í búrið eða engann segi ég

og þá með engum búrfélögum held ég :S alltof lítið til þess. T.d þurfa held ég senegalusar stórt búr þar sem þeir verða svo svakalega langir, en eru reyndar lengi að vaxa upp í þá stærð.
Ef ég væri þú myndi ég spá í bara öðruvísi fiskum, þar sem þetta er svo engan veginn nóg fyrir svona stórann fisk að mínu mati.