Hvaða Tegund er þetta ???

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Hvaða Tegund er þetta ???

Post by sbe2 »

Þannig er málið. Strákur sem ég þekki var með þennann fisk í búri hjá sér og allt í einu tóku hinir fiskarnir uppá því að drepa alla fiskana af þessari tegund, þessum var bjargað úr búrinu og ég setti hann í búr hjá mér. Ég veit ekkert hvaða tegund þetta er, vona að eitthver geti hjálpað mér með þetta, svo ég viti hvaða fiskar meiga vera í kringum hann :D

ætla að skella nokkrum myndum (hef samt aldrei gert það áður þannig að ég vona að það heppnist)

það sést nú ekki myndunum en stundum sjást nokkrar rendur í honum mjög ljósar. svo er hann stundum gulur og stundum brúnn með þessa fjólubláu slikju yfir allann búkinn

-Birna-

Image

Image

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Iodotropheus sprengerae sýnist mér.
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

fiskur

Post by sbe2 »

þessi fisku var seldur með firemouth og ameríkusíkliðum það var sagt við gaurinn sem átti hann að allir fiskarnir myndi verða lófa stórir þar á meðal þessi... Var honum þá selt eitthvað vitlaust í búrið eða má hann vera með ameríkusíklíðunnum ???
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ekkert bannað að hafa hann með ameríkusikliðum en passar þó ekki vel með þeim, sennilega myndi hann pakka Firemouth og álíka upp í horn.
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Post by sbe2 »

ok. Hann er i búri með sverðdrögum og ryksugum eins og er. Er í lagi að hann verði þar áfram?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Í fína lagi fyrir hann en væntanlega verra fyrir sverðdragarana og hugsanlega ryksugurnar, fer eftir tegund.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Hér eru tegundir sem væru fínar með honum í búri
þín tegund er neðst
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... grein_.htm
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

hvað er hann í stóru búri ?
:)
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

Post by sbe2 »

hann er eins og er í 35lt á meðan björgunaraðgerðir voru í gangi þar sem allir fiskarnir voru að reyna að drepa hann. honum líður mjög vel í þessu búri og er ótrúlega mikill karakter ;) felur sig þegar það koma gestir en pósar fyrir mig og myndavelina

Hann fer í 180lt á laugardaginn ;)
User avatar
oggi
Posts: 72
Joined: 23 Feb 2008, 12:52

Varúð.

Post by oggi »

Vargur wrote:Í fína lagi fyrir hann en væntanlega verra fyrir sverðdragarana og hugsanlega ryksugurnar, fer eftir tegund.
Sammála Varg. Þessi fiskur á heima með öðrum síkliðum.
sbe2
Posts: 95
Joined: 18 Oct 2009, 16:02
Location: Akranes
Contact:

takk

Post by sbe2 »

Takk kærlega fyrir hjálpina ;) Ætla að skella honum í nýja búrið á eftir, fær ábyggilega víðáttubrjálæði og verður ábyggilega einmanna þar sem hann verður 1 í smá tíma í 180 lt. Sendi mynd af honum á eftir
Post Reply