gruggugt vatn...

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
BryndisER
Posts: 61
Joined: 01 Sep 2009, 17:00

gruggugt vatn...

Post by BryndisER »

ég var að gera vatnsskipti + "botnhreinsun" og vatnið í búrinu er svoldið mikið gruggugt. ég tók fiskana úr því og setti í fötu. hvað er best að gera til að það verði sem fyrst hreint?
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

hreynsaðiru ekki sandinn áður en hann fór í búrið ?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvernig hreinsaðir þú botninn ? Ef vatnið er gruggugt eftir þetta þá er sennilega málið að breyta um aðferð, mæli með malarryksugu í botnhreinsunina.
BryndisER
Posts: 61
Joined: 01 Sep 2009, 17:00

Post by BryndisER »

ég var ekki að skipta um möl en ég hreinsaði hana alveg áður en ég setti hana í fyrst. ég notaði malarryksugu þannig ég veit ekki alveg hvað gerðist :roll:

en er ekki nóg að leyfa hreinsi dælunni bara að ganga yfir nóttina?
eða get ég gert eitthvað betra?
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég myndi gera það, en er ekki dælan alltaf í gangi? l
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

afhverju tókstu fiskana úr og settir í fötu? Það er algjör óþarfi þó að vatnið verði gruggugt, hvernig helduru að vatnið sé í sumum pollunum sem fiskarnir eru í út í náttúrunni? Ef vatnið er eitthvað voða gruggugt þá gæturu prófað að skipta aftur um vatn, annars ætti gruggið að setjast á nokkrum tímum og svo vinnur hreinsidælan á grugginu líka. Skiptiru um vatn með slöngu eða fötu? var eitthvað undir mölinni, eins og gróðurnæring? Ef það er rót í búrinu þá gæti komið svolítið grugg af henni..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply