Ég startaði 60 lítra búri sem ég setti í rimla, javamosa, gerfigróður og 2 blómapotta til að halda lokinu og plastgróðrinum niðri.
Á mánudaginn síðasta (28.sept) setti ég 3 kellingar og 2 kalla í búrið um kvöldið og slökkti öll ljós og dró fyrir glugga.
Þriðjudagsmorguninn lét ég timer sjá um að kveikja ljósin og hafa þau á í ca 3 tíma. Um kvöldið kippti ég foreldrunum úr búrinu og kom þá auga á örfá egg í botninum.
Ég var nú ekki viss hvort það hefði eitthvað orðið úr þessu fyrr en á fimmtudaginn þá fór ég að sjá lítil egg með hala.
Núna er ég hinsvegar búinn að sjá að það er krökkt af seiðum í búrinu og þau eru farin að synda smávegis um búrið.
Ég skellti vatni í lítið búr og útí glugga til að fá smá infusoriu handa þeim, en svo er bara að sjá hvað verður.
Ég á ekki nógu góða myndavél til að ná seiðunum almennilega en hér er allavegana ein
