Þannig er málið. Strákur sem ég þekki var með þennann fisk í búri hjá sér og allt í einu tóku hinir fiskarnir uppá því að drepa alla fiskana af þessari tegund, þessum var bjargað úr búrinu og ég setti hann í búr hjá mér. Ég veit ekkert hvaða tegund þetta er, vona að eitthver geti hjálpað mér með þetta, svo ég viti hvaða fiskar meiga vera í kringum hann
ætla að skella nokkrum myndum (hef samt aldrei gert það áður þannig að ég vona að það heppnist)
það sést nú ekki myndunum en stundum sjást nokkrar rendur í honum mjög ljósar. svo er hann stundum gulur og stundum brúnn með þessa fjólubláu slikju yfir allann búkinn
þessi fisku var seldur með firemouth og ameríkusíkliðum það var sagt við gaurinn sem átti hann að allir fiskarnir myndi verða lófa stórir þar á meðal þessi... Var honum þá selt eitthvað vitlaust í búrið eða má hann vera með ameríkusíklíðunnum ???
hann er eins og er í 35lt á meðan björgunaraðgerðir voru í gangi þar sem allir fiskarnir voru að reyna að drepa hann. honum líður mjög vel í þessu búri og er ótrúlega mikill karakter felur sig þegar það koma gestir en pósar fyrir mig og myndavelina
Takk kærlega fyrir hjálpina Ætla að skella honum í nýja búrið á eftir, fær ábyggilega víðáttubrjálæði og verður ábyggilega einmanna þar sem hann verður 1 í smá tíma í 180 lt. Sendi mynd af honum á eftir