Góða kvöldið gott fólk, það er búin að vera tölvulægð yfir mér undanfarna mánuði og ég hef verið voða voða löt að fylgjast með í netheimum... þar á meðal hér..
Ég er þó enn með búrin mín tvö með Amerikönunum...
---::::::::FRÉTTIR::::::::---
*Stóri Gibbinn gaf upp öndina í gær.. 30cm höfðingi.
búin að eiga hann í um 6 ár.. mikil eftirsjá í þessum fisk, hann var hættur að nærast almennilega, horaðist niður og dó á endanum.
Keypti mér plegga í staðinn sem er um 6cm.. vona að hann dafni vel hjá okkur.
*Annars rúllar þetta nokkuð smurt... með minniháttar afföllum.
líklega eitthvað að éta þá upp að innan, einhver sníkjudýr/baktería. Ef svo er þá hætta fiskarnir að nærast (þó að þeir borði eitthvað) því að sníkjudýrin hirða alla næringuna af þeim og fiskarnir sem þau herja á verða á endanum svo slappir að þeir hætta á endanum að borða og verða þar af leiðandi horaðir með innfelldan maga.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Í tilefni af því að ég er að koma sterk aftur hingað inn og ég er að pósta 1400 póstinum mínum hérna þá ætla ég að setja inn mynd af mér sem lýsir mér vel....
Brynja wrote:Í tilefni af því að ég er að koma sterk aftur hingað inn og ég er að pósta 1400 póstinum mínum hérna þá ætla ég að setja inn mynd af mér sem lýsir mér vel....
[/img]
Haha. Gaman að sjá að þú ert á lífi. Það væri gaman að fá að sjá nýjar myndir úr búrinu líka.
Vissi ég yrði rukkuð um myndir af myndalöggunni fljótlega eftir comebackið... en búrið er ekki í myndahæfu ástandi núna... koma inn myndir um leið og eitthvað fer að gerast af viti..
þið fáði bara mynd af litla kallinum honum Gunnza Naggrís þegar hann var lítill...
Rottuskottið er nú hálfgerður kjölturakki.. mikið sniðugra að eiga svona kjána en hund.. algjör kúrubangsi, þarf ekki að fara út í öll veður að skíta 2x á dag...
Ég tók rosa skurk í búrunum í dag, tók nokkrar myndir af Red Terror, set þær hingað inn fljótlega