Fiskafjöldi í 54L búr?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fiskafjöldi í 54L búr?
Er með 54l búr nýuppsett.
Íbúar eru:
3 Black Molly (2kvk&1kk)
3 Gúbbý kallar
2 Dannar ( leopard&zebra)
1 Platy
1 Brúsknefur
2 Eplasniglar
Er þetta fullskipað búr eða gæti ég ekki bætt við einhverjum fjölda neon tertra til viðbótar til dæmis? Og einum platy líka?
Hef ekki hugmynd um hvað má vera mikið af smáfiskum í svona stærð af búri- Allar ráðleggingar vel þegnar
Íbúar eru:
3 Black Molly (2kvk&1kk)
3 Gúbbý kallar
2 Dannar ( leopard&zebra)
1 Platy
1 Brúsknefur
2 Eplasniglar
Er þetta fullskipað búr eða gæti ég ekki bætt við einhverjum fjölda neon tertra til viðbótar til dæmis? Og einum platy líka?
Hef ekki hugmynd um hvað má vera mikið af smáfiskum í svona stærð af búri- Allar ráðleggingar vel þegnar
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
Samkv. krökkunum í Practical Fishkeeping magazine er mælt með 28 cm af fiski í 54L búr. T.d 10 fiskar sem eru 2.8 cm eða 5 fiskar sem eru 5.6 cm o.s.f.v. . Ég hef hinsvegar fleirri í mínum 54L búrum ( á 3). Það kallar hinsvegar á talsvert ör vatnskipti og svo er ég búinn að modda aðeins dælukerfið til að fá meira yfirborð á lífræna síun á vatninu.
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Petur92 wrote:brúsknefur verður samt 15 cm.. á hann eftir að passa í búrið ?
Er búin að vera með brúsknef í mínu búri í 1 og hálft ár, og þeir eru enn alveg slatta litlir, held það taki nokkur ár fyrir brúsknefi að ná fullri stærð þannig að þetta búr er alveg nógu stórt fyrir hann í heillangan tíma.
200L Green terror búr
Tveir gúbbýjar dauðir. Vonandi ekki vegna kvenmannsleysis?
Fann hálfgerða beinagrind af þeim eftir mikla leit. Reyndar sá ég áður en ég fann þann seinni að það var partý hjá sniglunum á ákveðnum stað í búrinu. Við nánari athugun lá þar skjannahvítur gúbbý, eiginlega bara beinagrindin af honum.
Sniglarnir eru sprækir og pattaralegir- kannski drápu þeir gúbbýana
En mér finnst þeir vera ansi gráðugir á vallisneriurnar mínar. Hélt að þeir ætu bara þörunga en ekki gróðurinn sjálfan?
Búin að bæta við 10 nenon-tetrum og ætla mér að fá 1 platy í nánustu framtíð.
Brúsknefurinn er ca 10 cm . Vona að ég sé ekki að sprengja búrið!
Kom mér á óvart hvað neon tetrunar eru sprækar og gráðugar á matmálstímum. Hélt fyrst að ég þyrfti að mylja flögurnar í míkróstærð til að þær gætu borðað þær En þær sjúga kröftulega stærstu flögurnar upp í sig með látum. Botnfóðrið sjúga þær líka og rembast eins og rjúpan við staurinn að éta það. Hinir fiskarnir eru heppnir að ná einhverju!
Fann hálfgerða beinagrind af þeim eftir mikla leit. Reyndar sá ég áður en ég fann þann seinni að það var partý hjá sniglunum á ákveðnum stað í búrinu. Við nánari athugun lá þar skjannahvítur gúbbý, eiginlega bara beinagrindin af honum.
Sniglarnir eru sprækir og pattaralegir- kannski drápu þeir gúbbýana
En mér finnst þeir vera ansi gráðugir á vallisneriurnar mínar. Hélt að þeir ætu bara þörunga en ekki gróðurinn sjálfan?
Búin að bæta við 10 nenon-tetrum og ætla mér að fá 1 platy í nánustu framtíð.
Brúsknefurinn er ca 10 cm . Vona að ég sé ekki að sprengja búrið!
Kom mér á óvart hvað neon tetrunar eru sprækar og gráðugar á matmálstímum. Hélt fyrst að ég þyrfti að mylja flögurnar í míkróstærð til að þær gætu borðað þær En þær sjúga kröftulega stærstu flögurnar upp í sig með látum. Botnfóðrið sjúga þær líka og rembast eins og rjúpan við staurinn að éta það. Hinir fiskarnir eru heppnir að ná einhverju!
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Nei það gerist ekki of oft er flottara að hafa bara kalla í búrinu þar sem þá verða þeir fallegri og eyða orku í liti og þessháttar en ekki í að eltast við kellingarnar . T.d var ég alltaf bara með kalla sem voru líka rosalega flottirMaris wrote:Tveir gúbbýjar dauðir. Vonandi ekki vegna kvenmannsleysis?
200L Green terror búr
OK, ég hélt að það yrði að hafa kellingar með þeim til að þeir viðhéldi litnum og skörtuðu sínu fegursta- Vissi þetta ekki.Sirius Black wrote:Nei það gerist ekki of oft er flottara að hafa bara kalla í búrinu þar sem þá verða þeir fallegri og eyða orku í liti og þessháttar en ekki í að eltast við kellingarnar . T.d var ég alltaf bara með kalla sem voru líka rosalega flottirMaris wrote:Tveir gúbbýjar dauðir. Vonandi ekki vegna kvenmannsleysis?
Þú villt sem sagt meina að það sé betra að leita til starfsfólks í verslunum sem er misjafnlega reynslumikið í fiskamálum frekar en að fara eftir þeim svörum sem hafa fengist í þessum þræði ?Síkliðan wrote:Ég mæli með því að byrja á því að spyrja ráða hjá gæludýraverslunum um það hvaða fiskar eru hæfir í búrið til að byrja með, bæta síðan hægt og rólega við eftir því hve búrið er stórt, sem sagt hætta að bæta við þegar að það er passlega mikið af fiskum í búrinu.
Ég hefði haldið að td cm/l viðmiðið sé með betri ráðum sem hægt er að fara eftir, þannig er td ómögulegt að overstokka búr.
Þegar ég meinti starfsmann í gæludýraverslun var mér nú hugsað til félaganna í dýragarðinum. En auðvitað er meira vit í því að spyrja hér heldur en að spyrja einhvern reynslulausan starfsmann í ónefndri gæludýraverslun.
En það er vel hægt að overstocka búr með þessari reglu. Fer mjög eftir hreinsibúnaði og stærð fiska hinsvegar.
Ég vil bara koma því á framfæri að ég sagði ÉG PERSÓNULEGA mæli ekki með þessari reglu.
En það er vel hægt að overstocka búr með þessari reglu. Fer mjög eftir hreinsibúnaði og stærð fiska hinsvegar.
Ég vil bara koma því á framfæri að ég sagði ÉG PERSÓNULEGA mæli ekki með þessari reglu.
400L Ameríkusíkliður o.fl.