Okay þannig er mál með vexti að ég er að byrja með gróður í búrinu hjá mér. Hef ekki verið með gróðurperu í búrinu fyrr en á sl. föstudag.
Tvær af plöntunum eru orðnar svolítið loðnar, og á 3-4 blöðum þá eru þau orðin nánast svört af hárum. Klippti þau burt.
En þar sem ég er kominn með gróðurperu, mun þá þessi hárvöxtur ganga til baka?
Hárþörungur?
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Nei, þú þarft bara að fjarlægja þennan þörung manualt eða með því að taka þau blöð sem eru með þörungi á og vera svo duglegur að skipta um vatn. Góður straumur (samt ekki of mikill) í fiskabúrum ásamt hreinu vatni er mikilvægur til að koma í veg fyrir þörung.
Gróðurperur eru ekkert betri en venjulegar flúorperur upp á þörung að gera. Reyndar er oftast stórlega ýkt hvað "gróðurperur" séu miklu betri en vejulegar perur.
Ef þú ert t.d. með 2 perustæði, þá mundi ég miklu frekar kaupa eitt perustæði í viðbót og vera með 3 1000kr "venjulegar" flúorperur frekar en að vera með 2 5000kr. "gróðurperur".
Gróðurperur eru ekkert betri en venjulegar flúorperur upp á þörung að gera. Reyndar er oftast stórlega ýkt hvað "gróðurperur" séu miklu betri en vejulegar perur.
Ef þú ert t.d. með 2 perustæði, þá mundi ég miklu frekar kaupa eitt perustæði í viðbót og vera með 3 1000kr "venjulegar" flúorperur frekar en að vera með 2 5000kr. "gróðurperur".
Það er reyndar gott að halda yfirborðshreyfingu frekar lítilli í gróðurbúrum þar sem að hreyfing á yfirborðinu losar kolsýru úr vatninu. Það skiptir þó ekki svo miklu máli ef þú ert ekki að bæta neinni kolsýru við. En ef þú ert með DIY co2 eða álíka, þá er best að takmarka hreyfingu á yfirborðinu, allavega á meðan kveikt er á ljósunum.
Ég held að það sé einmitt betra að hafa meiri hreyfingu á vatnsyfirborðinu ef þú ert með mikið af gróðri og án co2 græju.
Ef þú ert með co2 græju og mikla hreyfingu á vatninu þá er það líklegast ekki gott
http://en.wikipedia.org/wiki/Equilibrium_fractionation
Ef þú ert með co2 græju og mikla hreyfingu á vatninu þá er það líklegast ekki gott
http://en.wikipedia.org/wiki/Equilibrium_fractionation