Fiska noob (a)

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
signybjorg
Posts: 5
Joined: 26 Oct 2009, 15:59

Fiska noob (a)

Post by signybjorg »

Hæhæ :)
Ég fékk allt í einu skyndilegan áhuga á fiskum og svona. Mig vantar helst hjálp svona ASAP (:
Það væri frábært ef þú nenntir að svara þessum spurningum fyrir mig, ef þú veist svörin !
1. Er slæmt að vera með kringlótt búr?
2. Hvað geta fiskar kostað ( frá og til )
3. Ef ég sé að fiskurinn minn er ólett , á ég að setja hana í sér búr?
4. Hvernig sér maður hvort hann sé að fara að gjóta?
5. Já, ef þú manst eftir einhverju fleiru sem ég gæti þurft að vita þá væri það frábært :)

Með frábærum fyrirfram þökkum :)
Kveðja signý :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: Fiska noob (a)

Post by Jakob »

signybjorg wrote:Hæhæ :)
Ég fékk allt í einu skyndilegan áhuga á fiskum og svona. Mig vantar helst hjálp svona ASAP (:
Það væri frábært ef þú nenntir að svara þessum spurningum fyrir mig, ef þú veist svörin !
1. Er slæmt að vera með kringlótt búr?
2. Hvað geta fiskar kostað ( frá og til )
3. Ef ég sé að fiskurinn minn er ólett , á ég að setja hana í sér búr?
4. Hvernig sér maður hvort hann sé að fara að gjóta?
5. Já, ef þú manst eftir einhverju fleiru sem ég gæti þurft að vita þá væri það frábært :)

Með frábærum fyrirfram þökkum :)
Svör:
1. Nei, hinsvegar er slæmt að vera með fisk í of litlu búri, án hreinsidælu. Passa verður upp á í fiskabúri sama hvað það er stórt að vatnsgæði séu góð, ef að skipt er reglulega um vatn og hreinsudæla hæfileg búrinu er til staðar ættu vatnsgæði að haldast góð.

2. Flestir byrjenda fiskar (gotfiskar, gullfiskar, tetrur og barbar) eru ódýrir, allt frá nokkruð hundruð krónum og upp í svona 2-3þ krónur stk.
Svo þegar þú ert lengra komin í áhugamálinu, með stærra búr og meiri þekkingu og áhuga langar þér örugglega í dýrari, stærri og sjaldgæfari fiska, t.d. síkliður, þær kosta vanalega um 2þ en geta farið upp í 10þ.
Sem gott dæmi um dýran fisk sé tekið er eigandi þessarar síðu eigandi 156.000kr. fisk, hér er linkur: http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=3074

3. Kerlingin étur seiðin, best er að kaupa sér fljótandi gotbúr ef að þú vilt að seiðin lifi af. Það er óþarfi að setja kerlinguna í annað búr.

4. Fer eftir tegund. Ég leyfi mér að búast við því að þetta er gúbbí, kerlingin verður feit og fær svartan bletta aftast á maganum, það líður yfirleitt mánuður á milli þess að kerling gýtur.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply