250L Discus búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Takk! :-)

Mér finnst hann allavega vera mjög fallegur, greinilegt að honum líður vel hjá þér.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Flottir diskar, en ég var að spá hvernig fór með anubias stilkinn hjá þér? Anubiasinn hjá mér var eimmitt að brotna í sundur, samt nóg af rót á plöntunni sjálfri, en ég sé ekki betur en það séu örlítil laufblöð að koma úr rótarbútnum hjá mér, sem er reyndar með rætur en engin almennileg laufblöð
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Það er að koma rætur úr stilkinum, en mig grunar ankistrurnar um að vera að éta eitthvað af þessu. Hann virðist ekki rotna ennþá, sem er góðs viti.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Gerði alveg heví mistök. Fannst vera lítið rennsli í tunnudælunni og skolaði medíuna með kranavatni við svipað hitastig og búrið. Hefur sennilega ekki heppnast betur en svo að ég hafi drepið megnið af bakteríunum, því núna er vatnið skýjað (grænleitt), og nítrít varð mælanlegt.

Er að skipta um vatn núna, en fór svo að spá hvort ég ætti að standa í því á nokkurra daga fresti, eða bíða þar til nítrítið hverfur og myrkva þá búrið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef búrið hefur ferið cyclað þá lifir bakterían í mölinni og öðru þannig hún ætti að ná að margfaldast nokkuð fljótt aftur. Einhver vatnsskipti gætu þó verið æskileg.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ok. Ég fylgist með testinu. Orðinn svolítið þreyttur á að grænt vatn blossi upp hjá mér, þetta er í þriðja sinn so far..
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Þessi litli Discus sem stækkaði aldrei þó hann æti var að drepast. Þoldi ekki vatnsskipti. Tók upp á að drepast í miðju barnaafmæli þannig að það voru góð ráð dýr að koma honum undan áður en einhver tæki eftir, þannig að ég náði engri mynd.

Þá er 1 Discus eftir af þessum 4 sem fóru upprunalega í búrið. Og samtals 4 Discusar í búrinu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Pínu skandall.. Þetta er samt mín reynsla með discusa, þetta gerist og maður virðist geta gert afar lítið í því. Þegar þeir eru orðnir stórir þá er maður nokkurnvegin golden samt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

leiðinlegt :? helduru að þú fáir þér fleiri?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Já, pottþét. Er að spá í að fá mér einn stóran flottan Marlboro Red eða eitthvað kannski síðar á árinu, þegar ég er búinn að flytja og vesenast.

Ég reyndar get sjálfum mér um kennt svosem. Voru tveir dagar í vikunni þar sem ég gaf þeim ekki að éta nautshjarta, bara örlítið af þurrmat, því ég var busy í öðru. Og með þessa litlu þá var bara eitthvað í gangi með þá, örugglega eitthvað sníkjudýr eða einfrumungur sem varð til þess að þeir fitnuðu ekki þó maður næði að kýla í þá vel af nautshjarta. Þetta hefur gert út af við hann að fá ekki næga næringu.

Því það virtist vera að ef ég var ekki að gefa þeim úr hendinni og stýra því hverjir væru að fá mat óáreittir þá náði þessi ekki að kroppa neitt. Pirrandi, en svona virðist Discusinn vera stundum :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hundleiðinlegt hvað þetta hefur drepist, mig dauðlangar að setja upp diskusabúr (200l+).
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Já, en eins og Keli segir þá er allt allt annað að fá sér stærri Discusa. Ef þú kaupir þér Discus í þeirri stærð sem þeir koma innfluttir, þá eru miklu minni líkur á að þeir drepist en ef þú kaupir Discus eins og þeir eru seldir ræktaðir hér heima. Sú stærð er líka helmingi dýrari.

Svo er ég nú ekkert skarpasti hnífurinn að hafa sett Discus í uncycled búr, getur vel verið að þessi vandræði hafi byrjað út af því. Bara vildi ekki vera með neitt annað í búrinu fyrst, og nennti ekki að standa í að fá lánaða fiska til að koma flórunni almennilega af stað.

Þetta voru líka bara alltof lítil grey sem ég setti í búrið í upphafi. En þessi eini sem lifði af þeim hópi er mjög flottur núna, étur vel og stækkar hratt.

Myndi ekkert vera hræddari við að fá mér Discus en aðra fiska. Þetta er allavega ekki eins aumt og þetta var fyrir kannski 15-20 árum þegar þú þurftir að vera með 100% vatnsgæði allt árið annars drapst allt stóðið. Miklu harðgerðari í dag sýnist mér, miðað við gömlu horrorsögurnar.

Einna helst að dvergsíklíðurnar séu eins og Discusinn var frægur fyrir að vera. Þolir ekki ra**gat, þá bara drepast þær.

Samt svolítill verðmunur á Discus og dvergsíklíðu. ;)
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Sá úr sér vaxinn Anubias á ferðum mínum, var með hnífinn í vasanum og snyrti hann því aðeins. Alveg óvænt varð úr því afleggjari sem passaði svona heldur betur í búrið mitt.

Veit ekkert hvaða Anubias þetta er.

En getur einhver sagt mér hvað ég þarf að hafa teygjuna á þessu lengi áður en þetta grær við rótina?

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég hafði minn festann í 5 mánuði. Hann var gróinn þá.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

mér synist þetta vera Anubias barteri var. barteri eða jafnvel Anubias barteri “coffeefolia”
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Sýnist á myndum að þetta sé frekar var. barteri. Takk Elma :)

Djöfull langar mig í betri aðferð við að festa þetta en að nota teygjur. Er til eitthvað tonnatak sem er fish safe og drepur ekki plöntur? :P
User avatar
M.Logi
Posts: 162
Joined: 31 Mar 2009, 19:53
Location: Espoo, Finnland

Post by M.Logi »

en bara gigni ég nota það alltaf sést ekkert og er nógu sterkt
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Meinaru girni? ;-)
User avatar
M.Logi
Posts: 162
Joined: 31 Mar 2009, 19:53
Location: Espoo, Finnland

Post by M.Logi »

heheh! jú girni, fannst þetta vera eitthvað vitlaust skrifað
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hinsvegar góð hugmynd. Mun smekklegra en sver gúmmíteygja.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég nota girni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvað er þetta sem speglast þarna í hægra horninu ? :-)
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Þetta er ennið á mér, sem líkist svona líka nöktum kvenmannslíkama, eins og allt sem fallegt er. ;)

Verð þó að viðurkenna að ég hló mikið þegar ég fattaði loksins hvað þetta var. Var farinn að halda að húsið væri andsett af bíkínímódeli.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég sting plöntunum í gat eða sprungu og ef það er hvorugt á rótinni þá bý ég það bara til
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Girnið sést náttúrulega lang minnst ef það er auðvelt að taka rótina upp úr og hnýta plöntuna á. Ef þú getur ekki tekið rótina, grjótið eða hvað sem þú ert að festa á, þá getur þú fengið svona í tiger
Image

Annars hefur mér fundist anubiasinn vera að festa sig á 2-4 vikum
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég nota bara heftibyssu.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hvernig heftibyssu? Svona skrifstofu eða iðnaðar?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Iðnaðar. Mjög þægilegt að nota heftibyssu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply