Það virðist nú ekki vanta kolsýruna í búrið, þannig að það gæti svosem verið að anubiasinn sleppi, þ.e.a.s. að það komi ekki þörungur á hann. Eh ef það fer að myndast grænn blettaþörungur, þá sleppur hún væntanlega ekki.
Green spot algae er aðeins að stríða mér - og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að losna við hann þar sem það sem ég hef prófað hefur rispað búrið. Einhverjar hugmyndir eða ráð við að losna við hann?
Ef að þú reynir að hreinsa mæli ég með hreinum tannbursta eða uppþvottabursta, sjálfur nota ég uppþvottabursta og það nær öllum þörung af, líka þessum sem að er venjulega alveg ómögulegt að ná.
Ömurlegur þörungur. Málið er bara að vera með glerbúr.
...Annars á að vera hægt að búa til sköfu úr plexi sem rispar ekki, þá er bara skorið á endan á plexy bút ca 30° og það notað sem skafa.
GSA er algert pain in the ass. Kemur út af of miklu ljósi á móti kolsýru og oft er bent á að of lágt Po4 komi GSA í gang.
Best væri að reyna að minnka lýsinguna eða stytta tíman sem kveikt er á, auka kolsýru (lítið) og hækka Po4, og fjarlægja að sjálfsögðu eins mikið og hægt er manual.
Hafandi sagt þetta, þá barðist ég lengi við GSA og náði aldrei að losna alveg við hann þrátt fyrir að hafa notað þessi ráð, helvíti erfitt að losna við þennan þörung þegar henn er á annað borð búinn að stinga sér niður.
rabbi1991 wrote:hvað eru þessar díóður mörg kelvin og/eða getur maður notað bara einhverjar basic led fyrir kóralla?
royal blue eru uþb 20.000 kelvin og hvítu um 6500.
Það er ekki hægt að nota hvaða leds sem er, verður að vera amk 3w. Luxeon og Cree XR-E eru þær sem hafa verið að reynast vel. Mikið verið reynt en langflestir nota Cree.