Ég er með 3 gúbbý, 2 kerlingar og einn karl. Þær áttu seiði með viku millibili og þegar seinni kerlingin kom aftur í búrið eftir gotið þá ræðst hún alltaf á hina kerlinguna. Sú sem verður fyrir árásunum hallar sér alltaf á hlið rétt áður en hún bítur í hana, eins og hun viti að hún sé að fara að ráðast á hana. Hvað er í gangi með þær eiginlega?
Svo kallinn, hann sýnir þeim nákvæmlega engan áhuga, nennir ekkert að eltast við þær Ég fæ ekki fleiri seiði með þessu áframhaldi, hann elti þær um allt áður en þær áttu seiðin. Vona að einhver geti sagt mér hvað sé í gangi
Undarleg hegðun hjá gúbbunum mínum
myndi nú ekki hafa áhyggjur af seiðaleysi næstu 3 mánuði allavega, guppy kerlingar geta geymt í sér sæði til að nota seinna og geta gotið nokkrum sinnum eftir einn karl, þó að hann hafi verið með henni í t.d viku.
Prófaðu að fá þér eina guppy kvk í viðbót, kannski vaknar áhuginn hjá karlinum aftur.
Ef það er nóg af felustöðum í búrinu þá ætturu ekki að hafa sérstakar áhyggjur þó að hin guppy kerlingin sé eitthvað að frekjast út í hina.
Prófaðu að fá þér eina guppy kvk í viðbót, kannski vaknar áhuginn hjá karlinum aftur.
Ef það er nóg af felustöðum í búrinu þá ætturu ekki að hafa sérstakar áhyggjur þó að hin guppy kerlingin sé eitthvað að frekjast út í hina.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
já ok, ég var að kapa aðra kerlingu en hún er bara svo kasólétt að hún fór beint í gotbúr. Kannski að hann sýni henni áhuga þegar hún losnar hehe.
En málið með kerlinguna sem er ráðist á, hún felur sig ekkert fyrir hinni, hún bara hallar sér á hliðina og leyfir henni að ráðast á sig, hún hefnir sín stundum en það er ekki oft. Ég er svo hrædd um að hún geri bara útaf við hana
En málið með kerlinguna sem er ráðist á, hún felur sig ekkert fyrir hinni, hún bara hallar sér á hliðina og leyfir henni að ráðast á sig, hún hefnir sín stundum en það er ekki oft. Ég er svo hrædd um að hún geri bara útaf við hana