Ég er með 3 gúbbý, 2 kerlingar og einn karl. Þær áttu seiði með viku millibili og þegar seinni kerlingin kom aftur í búrið eftir gotið þá ræðst hún alltaf á hina kerlinguna. Sú sem verður fyrir árásunum hallar sér alltaf á hlið rétt áður en hún bítur í hana, eins og hun viti að hún sé að fara að ráðast á hana. Hvað er í gangi með þær eiginlega?
Svo kallinn, hann sýnir þeim nákvæmlega engan áhuga, nennir ekkert að eltast við þær

Ég fæ ekki fleiri seiði með þessu áframhaldi, hann elti þær um allt áður en þær áttu seiðin. Vona að einhver geti sagt mér hvað sé í gangi
