
Ég fékk þá á mánudaginn og þeir hafa verið ansi stressaðir, enda eru Betta Smaragdina þekktir fyrir að vera dálítið stressaðar týpur. Þeir fengu því vott af white spot, ekkert skrítið við það svosem. Ég gerði lítil vatnaskipti, saltaði hjá þeim og hækkaði hitann upp í 27°C . Þetta hefði vafalaust virkað fínt ef ég hefði ekki GLEYMT AÐ SETJA HITARANN AFTUR Í SAMBAND!!!! ÉG kíkti á þá í morgun og varð hissa að sjá að þeir voru orðnir slappari og hvítu blettunum hafði frekar fjölgað en hitt... þá rak ég augun í hitamælinn sem sýndi rétt rúmar 20°C og fékk all svakalegan aulahroll.
Er eitthvað sem ég get gert til að hjálpa þeim? Ég setti hitarann að sjálfsögðu í samband og vatnið er að hitna hægt og rólega, komið upp í 23°C núna.
Ég setti 4 teskeiðar af fínu salti í búrið í gær, það eru ca. 45 ltr af vatni í búrinu. Ætti ég að salta meira? Núna liggur hængurinn á botninum og ég finn alls ekki hrygnuna (það eru margir felustaðir í búrinu). Það eru svona 10-15 blettir á honum og hann virkar ansi slappur en er dökkur á litinn, s.s. ekki með "stresslitina" sína... Ég bauð honum blóðorma en hann át ekki.
Hvílíkur argasti klaufaskapur
