Nematodes ormar í fiskum!
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Nematodes ormar í fiskum!
Það virðist vera komin upp ormaútbreiðsla í búrinu hjá mér, 2 fiskar hafa dáið hjá mér. Þessir ormar kallast víst nematodes á ensku, og frekar smáir og rauðleitir, og standa út úr afturendanum á fiskunum. Hef glímt við þá einu sinni áður og fékk þá lyf hjá dýrabúðinni þar sem ég keypti fiskana, en þeir voru einmitt að nota það lyf hjá sér á þeim tíma, þannig að ég hitti rétt á, en nú er ég ekki svo heppinn :S Veit einhver hvað er hægt að fá við þessarri óværu???
- Bambusrækjan
- Posts: 443
- Joined: 06 Apr 2009, 23:52
- Location: Reykjavík
Ég á lyf sem svínvirkar, levamisole. 30kr millilítrinn, og þú þarft ca. 4 ml per 50 lítra. Gefur 1 skammt strax (með slökkt í búrinu), annan eftir 3-5 daga og svo enn annan viku til 10 dögum seinna.
Þessir ormar eru nematodes, en heita callamanus.
Þessir ormar eru nematodes, en heita callamanus.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net