elongatus í stuði

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

elongatus í stuði

Post by Porto »

jæja, ég er með einn elongatus Mpanga sem er með mikið vesen hjá mér...ég er með burtoni fiska sem eru hemingi stærri en hann en hann ræðst hiklauast á þá og alla aðra fiska (einn með frekar tættan sporð eftir hann)...ég er búinn að prófa að taka hann úr búrinu í nokkra daga en það gerði bara illt verra og ræðst hann nú án afláts á hina...eitthvað sem hægt er að gera til að róa hann? mjög fallegur fiskur sem ég vil helst halda í búrinu.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Ennþá í veseni með hann...gleymdi að taka framm að ég hefði verið búinn að breyta uppstillingunni í búrinu líka...tók hann aftur uppúr og þá blómstrar allt aftur...eitthvað hægt að gera?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

selja hann?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Segi það sama og Elma, annaðhvort að selja hann eða alla hina fiskana :) Hef verið með svona bögger og þetta ágerist bara með tímanum held ég, gerði allavega hjá mér og þegar hann hafði drepið nokkra fiska þá gafst ég upp. Var einmitt þannig að ég vildi ekki losna við hann :) en ákvað svo að sætta mig við þetta og taka hann úr búrinu áður en hann færi í aðra fiska, búinn að gera nógu margt slæmt af sér :P
200L Green terror búr
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

setja fleiri mpanga í búrið og þá helst kerlingar
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

já okey...vil nú helst ekki selja alla hina :P...pínu vesen að vera á Akureyri þegar það þarf að selja stakan fisk. Takk fyrir reynslusöguna, svona hjálpar manni (hefði getað kostað mig fiska). Reyni líklega bara að auglýsa hann hér á spjallinu.

pínu vesen að redda sér fleiri Mpanga hingað til Akureyrar, enginn búð sem selur þannig (líka takmarkað pláss í búrinu), en takk fyrir ráðlegginguna og ég mun alveg örugglega skoða þann möguleika.

takk takk allir
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég gleymdi reyndar besta ráðinu
Fleiri búr :)
læt fylgja eina mynd af einum af mínum mpanga fyrir þá sem ekki vita hvernig fiskur þetta er

Image
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

ég á einn svona flottann kall :) hrikalega flottir
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

já algjörlega...rosalega flottir fiskar...þessvegna langar mig ekki að missa hann
ég gleymdi reyndar besta ráðinu
Fleiri búr
Hehe já...fékk rétt svo leyfi fyrir þessu :P...er reyndar með eitt annað mikið minna (bara fullt af gullfiskum)...spurning um að skella þeim bara í eitthvað einfaldara

Hér er virkilega léleg símamynd af mínum

Image
Post Reply