TS: 3 Pangasius-ar

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
TobbiHJ
Posts: 39
Joined: 01 Sep 2009, 09:42
Location: Reykjavík

TS: 3 Pangasius-ar

Post by TobbiHJ »

Við kaup á búri fengum við með 3 stk. Pangasius, 2 pangasius hypothalamus/sutchi og 1 pangasius sanitwongsei.
Þetta eru 3 myndarlegir fiskar, frá 15-25cm stórir áætlað. Eru aðeins marðir eftir flutninga milli landshluta en borða vel, synda vel og eru fullfrískir.

Óska eftir tilboðum í þessa gaura. Vil helst fá ep hér á spjallinu.

ATH: Mæli ekki með þeim í lítil eða mikið innréttuð búr, þeir þurfa rými til að synda og eru stanslaust á ferðinni. Minni einnig á að gott er að lesa sér til um tegundina til að vita hverju við má búast.

Myndir, teknar í nýuppsettu skýjuðu búri:
Image
Image
Hér má sá p. sanitwongsei
Image
P. hypothalamus x2
Image

Auglýsingu breytt eftir aðstoð frá Andra Pogo sem tegundagreindi, þakka það.
Last edited by TobbiHJ on 05 Nov 2009, 17:35, edited 1 time in total.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

eithvað fyrir Guðmund
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta eru 2x Pangasius hypothalamus (aka sutchi) og 1x Pangasius Sanitwongsei, sá síðarnefndi er á mynd 2
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skítt með pangasius, hvaða monster er þetta á bakvið?!?

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
TobbiHJ
Posts: 39
Joined: 01 Sep 2009, 09:42
Location: Reykjavík

Post by TobbiHJ »

Þetta er hann Ferdinand litli, gíraffakattfiskur sem daðrar við hálfan metra. :D Hann er falur á gott heimili, auglýsing er væntanleg með betri myndum. 8)
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

sjiii hélt að þetta væri stór steinn
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

sama og er í búrinu með koi og gullfiskunum í fiskó.
Karen98
Posts: 138
Joined: 05 Oct 2009, 15:25

Post by Karen98 »

Hææj

Hvað þurfa þessir fiskar stórt búr að minnsta kosti?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Karen98 wrote:Hææj

Hvað þurfa þessir fiskar stórt búr að minnsta kosti?
pangasius sutchi verður um 30cm og þarf c.a 400L búr allavega. Pangasius sanitwongsei verður meira en einn meter, gætir haft hann í 720L búri til að byrja með en hann þyrfti örugglega 3000L búr á endanum.. eða tjörn...
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

ohh ef 500 lítra búrið mitt hafi ekki verið að ´byrja að leka á parketið mitt í þessum töluðu orðum svo að ég þurfti að fylla stærsta búrið þá hefði ég tekið sanitwongsei
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ulli wrote:eithvað fyrir Guðmund
Ef skúrinn væri klár væri þetta lítið mál

en ef ekkert gengur að selja fiskana
þá máttu senda mér einkapóst og sjá hvort eitthvað hafi hliðrast til hjá mér
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
TobbiHJ
Posts: 39
Joined: 01 Sep 2009, 09:42
Location: Reykjavík

Post by TobbiHJ »

ulli wrote:sama og er í búrinu með koi og gullfiskunum í fiskó.

Ég skrapp í Fiskó og kíkti í afgreiðsluborðsbúrið þeirra og þetta er vissulega sama tegund, en Ferdinand (okkar gíraffi) er talsvert mikið stærri! 8)
Post Reply