Jæja, nú þarf ég fljótlega að flytja og af öllu þá kvíði ég mest að koma fiskabúrunum mínum á milli staða.
Hafið þið einhver góð ráð? Er t.d. hægt að flytja fiskabúr á milli án þess að þurfa að koma bakteríuflórunni af stað? Hvað þarf að passa upp á?
Að flytja með fiskabúr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
ég hef tvisvar flutt með búrin, m.a. 720L búr.
Það er ekkert svakalegt mál þannig séð, ég passaði bara að enda á búrinu á gamla staðnum og byrja á þeim þegar ég kem á nýja staðinn, svo fiskarnir þurfa ekki að vera nema nokkra klst úr búrinu.
Bakteríuflóran bíður þá bara róleg í dælunum og mölinni á meðan.
Tæmi allt vatn úr búrnum, en þegar ég kem á nýja staðinn læt ég vatn af því sem var í fiskaílátunum í búrið, ætli það hafi ekki verið 10-15% af heildarvatninu og fylli rest úr krananum, skellti svo bara einu fiskaíláti í einu ofan í búrið og lét það ná sama hitastigi og í búrinu áður en ég skelli fiskunum útí.
Ef búrið er í minni kantinum er sjálfsagt ekkert mál að geyma stærri hluta af vatni og flytja milli staða en það er svosem ekkert nauðsynlegt.
Það er ekkert svakalegt mál þannig séð, ég passaði bara að enda á búrinu á gamla staðnum og byrja á þeim þegar ég kem á nýja staðinn, svo fiskarnir þurfa ekki að vera nema nokkra klst úr búrinu.
Bakteríuflóran bíður þá bara róleg í dælunum og mölinni á meðan.
Tæmi allt vatn úr búrnum, en þegar ég kem á nýja staðinn læt ég vatn af því sem var í fiskaílátunum í búrið, ætli það hafi ekki verið 10-15% af heildarvatninu og fylli rest úr krananum, skellti svo bara einu fiskaíláti í einu ofan í búrið og lét það ná sama hitastigi og í búrinu áður en ég skelli fiskunum útí.
Ef búrið er í minni kantinum er sjálfsagt ekkert mál að geyma stærri hluta af vatni og flytja milli staða en það er svosem ekkert nauðsynlegt.