Þar sem ég er að skrifa hér og þar um það sem er í gangi hjá mér ákvað ég að setja hér inn á einn stað það sem er að gerast
Ég er enn að byggja og gengur hægt
þess vegna eru flestir þeir fiskar sem ég á í dag geymdir hjá múttu en hún gefur í búrin og ég fer á 2-4 vikna fresti og skoða aðstæður skifti út vatni og þess háttar
þessi rekki er á leiðinlegum stað og fær því miður ekki vatnsskifti en fyllt er á búrin af og til
gróðurinn er orðinn eins og frumskógur en hann virðist duglegur við að halda vatninu ágætu því fiskarnir hafa ekki mikið kvartað
Jæja loksins eitthvað að gerast
ég hennti flísum á skúrinn í gær og ætla að reyna að fúga þær á morgunn
þarf að mála skúrinn aðeins en síðan flyt ég inn í skúrinn fyrir mánaðarmót en þegar ég kemst inn í húsið verður skúrinn notaður af viti eða undir mótorhjólið og fiskana
henry wrote:Dem. Hvernig nenntiru að leggja 45°? Þetta er flott, en ég hefði gugnað.
Kannski því ég hjálpaði pabba að leggja parket 45° einusinni, og var að verða vitlaus.
Skúrinn er bara um 40 m2 þannig að þetta voru bara 5-6 tímar
og síðan með að leggja hálf í hálf komu alltaf 4 mismunandi stærðir við útveggina
ég lagði parket á eina íbúð sem ég átti 45° og það kom vel út og þar setti ég einmitt sama munstur á flísarnar á eldhús , andyri og hol og það var endalaus skurður og sögun enda gerði ég súlur út úr veggjum þannig að skúrinn var mjög þægilegur í vinnslu svona ferkantaður
Jæja loksins er ég að flytja inn í skúrinn en það gerist á morgunn föstudag
reyndar er sturtuaðstaða ekki klár en ég klára það í næstu viku ásamt eldhúshorni en þangað til verður maður bara drullugur étandi pizzur
Ásta wrote:Enda tæpir tveir mánuðir til jóla svo það liggur ekkert á að þrífa sig strax
Gleymdi að ég er kominn með blöndunartæki og slöngu í skúrinn þannig auðvitað get ég skroppið út á plan og látið frúnna smúla af mér skítinn
Verra er að ég veit ekki hvort ég nái að tengja internetið
reyndar var lagt í töfluna í dag en þar eru bara 10 vírar á braut
veit reyndar hvað 2 ég á að nota en ég á engar græjur til að splæsa saman símavírum
þannig að ef ég ríf ekki kjaft næstu daga þá er það vegna netleysis
Til að vekja ekki krakkana verður maður að finna eitthvað sem gerir ekki hávaða á kvöldin og þar sem ég var búinn að brjóta niður afgangsflísabrotin frá bílskúrnum þá setti ég þau fyrir ofan vaskinn í skúrnum og er veggurinn vinstra meginn tilbúinn
og ég losna við að henda afgöngunum og losna við að kaupa flísar á vegginn
Mynd úr 800 ltr malawi búrinu sem liggur á gólfinu
þar er ég að safna saman flestum þeim malawi fiskum og Victoria fiskum sem ég á fyrir utan seiði og durga sem þurfa að fara í önnur búr
eftir þessa viku ætti ég að geta byrjað á skrifstofunni sem verður notuð eingöngu sem fiskaherbergi þar til skúrinn losnar þannig að ég ætti að geta verið kominn með alla fiskana mína heim fyrir jól
Þar sem einn fiskarekki hefur staðið lengi í stofunni með búr og allskyns drasl í þá ákvað ég að setja 8 stk 75 ltr búr í gang og þá get ég tekið alla litlu fiskana mína hingað í Grindavíkina
rekkinn kominn í gang eða partur af honum ( 8 búr af 33 ) inni í húsi hann snýr reyndar vitlaust svo ljósin eru aftast en þetta er hvort sem ekki fyrir langan tíma heldur bara til þess að ég nái fiskunum úr bænum sem fyrst
því sá rekki sem er í bænum 6x 150 ltr búr fer í hina svokölluðu skrifstofu hjá mér ( fiskaherbergi með 1 skrifborð og tölvu )